Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. nóvember 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jonathan Glenn tekur við kvennaliði Selfoss (Staðfest)
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn.
Jonathan Glenn.
Mynd: Selfoss
Jonathan Glenn hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna á Selfossi og gerir hann tveggja ára samning við félagið. Hann tekur við starfinu af Gunnari Borgþórssyni sem hætti eftir síðastliðið tímabil.

Glenn hóf sinn fótboltaferil á Íslandi með ÍBV sumarið 2014. Þaðan fór hann til Breiðabliks og Fylkis áður en hann skrifaði aftur undir í Eyjum sumarið 2019. Hann var mikill markaskorari og skoraði 49 mörk í 128 leikjum sem leikmaður.

Það var síðan sumarið 2021 sem ferill hann sem þjálfari meistaraflokks hófst þegar hann tók við kvennaliði ÍBV. Þar var hann í ár áður en hann tók við liði Keflavíkur sem hann stýrði þangað til ársins 2024.

„Ég er mjög ánægður að ganga til liðs við Selfoss. Hér er frábær aðstaða og liðið var í fremsta flokki í kvennaboltanum lengi vel. Ég hlakka til að byrja að vinna með leikmönnunum og hjálpa liðinu að halda áfram að þróast og taka næstu skref,” segir Glenn.

„Við bindum miklar vonir við ráðningu Glenn og hlökkum til samstarfsins!" segir í tilkynningu Selfoss.

Selfoss leikur í Lengjudeildinni næsta sumar eftir að hafa rúllað yfir 2. deild í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner