Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. nóvember 2025 08:30
Sölvi Haraldsson
Hefur áhyggjur af Christian Romero
Stuart Pearce á Laugardalsvelli á sínum tíma með enska landsliðinu.
Stuart Pearce á Laugardalsvelli á sínum tíma með enska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuart Pearce, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, segir Christian Romero vera veikleika í liði Tottenham og hefur áhyggjur af stöðunni á honum.

„Það er klárlega hægt að komast aftur fyrir hann. Það er hræðilegt að sjá hvað Romero er að gera núna. Hann tapar boltanum á miðjunni og hleypur ekki einu sinni til baka. Sem varnarmaður er það eitthvað sem á að gerast í hvert einasta skipti sem þú tapar boltanum.“ sagði Stuart.

Tottenham gerði 2-2 jafntefli við Manchester United í gær. Jöfnunarmark United kom djúpt í uppbótartíma en Tottenham kláraði leikinn einum manni fleiri þar sem Benjamin Sesko fór meiddur af velli og Amorim, þjálfari Man Utd, búinn með allar sínar skiptingar.

Stuart Pearce segir að Romero hafi spilað sig lítinn í jöfnunarmarki United þegar De Ligt skallaði boltann í netið af fjærstönginni.

Næsti leikur Tottenham er útileikur gegn Arsenal.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner