Morgan Rogers hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við Aston Villa.
Samningur hins 23 ára gamla Rogers átti að renna út sumarið 2030 en nýi samningurinn hans gildir til 2031.
Samningur hins 23 ára gamla Rogers átti að renna út sumarið 2030 en nýi samningurinn hans gildir til 2031.
Hann framlengir um eitt ár og fær með því góða launahækkun samkvæmt því sem hinn áreiðanlegi David Ornstein segir frá.
Rogers er núna með launahæstu leikmönnum Aston Villa en hann hefur tekið gríðarlegum framförum frá því hann gekk í raðir félagsins frá Middlesbrough í fyrra.
Rogers er hluti af enska landsliðshópnum og stefnir eflaust á að fara á HM næsta sumar.
Athugasemdir




