Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
banner
   sun 19. október 2025 17:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Fyrsti sigur Man Utd á Anfield í tæpan áratug
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Liverpool 1 - 2 Manchester Utd
0-1 Bryan Mbeumo ('2 )
1-1 Cody Gakpo ('78 )
1-2 Harry Maguire ('84 )

Liverpool fékk Man Utd í heimsókn á Anfield í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Man Utd fékk draumabyrjun þar sem Byran Mbeumo kom liðinu yfir eftir rétt rúma mínútu.

Bruno Fernandes kom boltanum til hægri á Amad Diallo, hann kom boltanum á Mbeumo sem lagði boltann framhjá Giorgi Mamardashvili í nærhornið.

Cody Gakpo fékk færi til að jafna metin eftir tuttugu mínútna leik en sneri boltanum í stöngina. Stuttu síðar komst Fernandes í góða stöðu eftir sendingu frá Amad en boltinn fór í utanverða stöngina.

Gakpo skaut aftur í stöngina eftir hálftíma leik og boltinn barst til Mohamed Salah sem átti skalla sem Senne Lammens varði auðveldlega.

Alexander Isak fékk gott færi stuttu síðar en Lammens varði vel frá honum.

Snemma í seinni hálfleik setti Gakpo boltann í tréverkið í þriðja sinn. Federico Chiesa kom inn á fyrir Isak í seinni hálfleik og hann átti sendingu fyrir og Gakpo skoraði á opið markið og jafnaði metin.

Staðan var ekki lengi jöfn því Fernandes átti fyrirgjöf og Harry Maguire kom Man Utd aftur yfir þegar hann skallaði boltann í fjærhornið.

Gakpo hefði átt að jafna metin aftur eftir fyrirgjöf frá Jeremie Frimpong en hann skallaði vel framhjá.

Átta mínútum var bætt við venjulegan leiktíma. Leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en náðu ekki að skapa sér almennileg færi og frábær sigur Man Utd staðreynd.

FJórða tap Liverpool í röð, þriðja tapið í deildinni. Liðið er í 3. sæti með 15 stig en Man Utd hefur unnið tvo leiki í röð og er í 9. sæti með 13 stig.

Þetta var fyrsti sigur Man Utd á Anfield í tæpan áratug en það var í janúar 2016 undir stjórn Louis van Gaal. Þetta var í fyrsta sinn sem liðið vinnur tvo leiki í röð undir stjórn Ruben Amorim.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
14 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
15 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir