Tottenham 1 - 2 Aston Villa
1-0 Rodrigo Bentancur ('5 )
1-1 Morgan Rogers ('37 )
1-2 Emiliano Buendia ('77 )
1-0 Rodrigo Bentancur ('5 )
1-1 Morgan Rogers ('37 )
1-2 Emiliano Buendia ('77 )
Aston Villa vann frækinn 2-1 endurkomusigur á Tottenham í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í Lundúnum í dag.
Ezri Konsa og Emiliano Martínez voru að byrja 200. leikinn í ensku úrvalsdeildinni, en þetta magnaða tilefni fór ekki eins vel af stað og þeir vonuðust til.
Villa-menn voru í vandræðum með að hreinsa frá eftir horn og var það Joao Palhinha sem kom boltanum aftur fyrir markið með skalla og á Bentancur sem fékk boltann í teignum og var nóg fyrir hann að stýra honum þéttingsfast á markið og í netið fór boltinn.
Tveimur mínútum síðar sluppu Villa-menn með skrekkinn er Mohammed Kudus kom boltanum í netið í annað sinn, en var flaggaður rangstæður. Kudus gerði allt vel, frá hlaupinu og fram að markinu, en því miður fyrir heimamenn var hann um það bil meter fyrir innan.
Villa menn áttu erfitt með að ná að skapa sér eitthvað af viti og hafði lítið sést til Morgan Rogers, lykilmanns liðsins, áður en hann skoraði draumamark sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Rogers fékk boltann fyrir utan teiginn og skoraði með föstu skoti sem sveif yfir Guglielmo Vicario. Stórkostlegt skot og erfitt fyrir Vicario að eiga við.
Á 42. mínútu kom upp sérkennilegt atvik. Pedro Porro tók aukaspyrnu sem fór af Simon Hooper, dómara leiksins, og út á Kudus. Hann kom boltanum fyrir markið á Mathys Tel sem bjóst ekki við því að fá boltann og rann færið út í sandinn. Umdeilt hvort Hooper hafi átt að stöðva leikinn þegar boltinn fór af honum enda segja reglurnar til um það að stöðva skal leikinn ef vænleg sókn verður til úr slíku atviki.
Burt séð frá því þá varð ekkert úr þessu og staðan 1-1 í hálfleik eftir mjög fjörugan fyrri hálfleik. Fjörið hélt áfram í þeim síðari og var það Tottenham var að skapa sér færin.
Wilson Odobert þrumaði boltanum í Konsa eftir langt innkast og þá varði Martínez frábærlega í tvígang.
Villa-menn náðu að spila sig aftur inn í leikinn og fóru að ógna marki Tottenham. Þeir náðu heldur betur að stuða Tottenham þegar þrettán mínútum voru eftir af venjulegum leiktíma.
Matty Cash kom löngum bolta fram völlinn á Lucas Digne sem átti ótrúlega móttöku áður en hann lyfti boltanum skemmtilega á Emi Buendía sem síðan skoraði með glæsilegu skoti neðst í fjærhornið. Geggjuð sókn í alla staði sem verðskuldaði mark.
Í uppbótartíma fékk franski framherjinn Randal Kolo Muani gullið tækifæri til að jafna metin en hitti ekki boltann. Frakkinn að spila sinn fyrsta leik fyrir Tottenham síðan hann kom á láni frá Paris Saint-Germain.
Tottenham reyndi hvað það gat til að koma til baka en án árangurs og lokatölur því 2-1 fyrir Villa sem var a vinna þriðja leikinn í röð eftir annars slaka byrjun á tímabilinu. Villa er búið að finna taktinn og situr nú í 10. sæti með 12 stig en Tottenham með 14 stig og dettur niður í 6. sæti.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 8 | 6 | 1 | 1 | 15 | 3 | +12 | 19 |
2 | Man City | 8 | 5 | 1 | 2 | 17 | 6 | +11 | 16 |
3 | Liverpool | 7 | 5 | 0 | 2 | 13 | 9 | +4 | 15 |
4 | Bournemouth | 8 | 4 | 3 | 1 | 14 | 11 | +3 | 15 |
5 | Tottenham | 7 | 4 | 2 | 1 | 13 | 5 | +8 | 14 |
6 | Chelsea | 8 | 4 | 2 | 2 | 16 | 9 | +7 | 14 |
7 | Sunderland | 8 | 4 | 2 | 2 | 9 | 6 | +3 | 14 |
8 | Crystal Palace | 8 | 3 | 4 | 1 | 12 | 8 | +4 | 13 |
9 | Brighton | 8 | 3 | 3 | 2 | 12 | 11 | +1 | 12 |
10 | Everton | 8 | 3 | 2 | 3 | 9 | 9 | 0 | 11 |
11 | Man Utd | 7 | 3 | 1 | 3 | 9 | 11 | -2 | 10 |
12 | Newcastle | 8 | 2 | 3 | 3 | 7 | 7 | 0 | 9 |
13 | Aston Villa | 7 | 2 | 3 | 2 | 6 | 7 | -1 | 9 |
14 | Fulham | 8 | 2 | 2 | 4 | 8 | 12 | -4 | 8 |
15 | Leeds | 8 | 2 | 2 | 4 | 7 | 13 | -6 | 8 |
16 | Brentford | 7 | 2 | 1 | 4 | 9 | 12 | -3 | 7 |
17 | Burnley | 8 | 2 | 1 | 5 | 9 | 15 | -6 | 7 |
18 | Nott. Forest | 8 | 1 | 2 | 5 | 5 | 15 | -10 | 5 |
19 | West Ham | 7 | 1 | 1 | 5 | 6 | 16 | -10 | 4 |
20 | Wolves | 8 | 0 | 2 | 6 | 5 | 16 | -11 | 2 |
Athugasemdir