Íslenski landsliðsmaðurinn Logi Tómasson lagði upp annað mark sitt á tímabilinu er Samsunspor vann Kayserispor, 3-1, í tyrknesku ofurdeildinni í dag.
Logi hefur notið sín vel í Tyrklandi og kominn í stórt hlutverk hjá Samsunspor.
Hann lagði upp annað mark sitt fyrir félagið í dag og það með glæsilegri fyrirgjöf.
Víkingurinn fékk boltann úti vinstra megin og kom með hnitmiðaða fyrirgjöf á miðjan teiginn á Carlo Holse sem var ekki í miklum erfiðleikum með að stýra boltanum í netið.
FotMob gefur Loga 8,2 í einkunn sem gerir hann að þriðja besta leikmanni Samsunspor í leiknum, en þeir Holse, sem skoraði tvö mörk, og Rick van Drongelen, sem gerði hitt markið voru þeir einu sem voru með hærri einkunn.
Samsunspor er í 5. sæti með 16 stig eftir níu leiki, níu stigum frá toppliði Galatasaray.
????GOAL: Carlo Holse 45'
— Goals Xtra (@GoalsXtra) October 19, 2025
?????Assist: Logi Tomasson
Süper Lig | ???????? Kayserispor 0-1 Samsunsporpic.twitter.com/auYQSgxyHg
Athugasemdir