Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 19. nóvember 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Solskjær hélt krísufund með sex leikmönnum
Cristiano Ronaldo og Ole Gunnar Solskjær.
Cristiano Ronaldo og Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær reynir að koma Manchester United á beinu brautina og um leið bjarga starfi sínu. Daily Mail segir að Solskjær hafi haldið krísufund með sex leikmönnum sínum á fimmtudag.

Hann er sagður hafa fundað með Harry Maguire fyrirliða, Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Luke Shaw, Victor Lindelöf og Nemanja Matic klukkan 10 í gærmorgun á Carringhton æfingasvæðinu.

Hann hafi þar rætt um leiðir til að snúa genginu við og um leikaðferð liðsins en United hefur spilað þriggja miðvarða kerfi síðustu þrjá leiki.

United hefur tapað sex af síðustu tólf leikjum, þar af á niðurlægjandi hátt gegn Liverpool og Manchester City.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur verið orðaður við starfið hjá United undanfarnar vikur en hann vildi ekkert ræða um sögusagnirnar á fréttamannafundi í gær.

Manchester United heimsækir Watford á morgun klukkan 15.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner