Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 19. desember 2018 09:23
Elvar Geir Magnússon
Solskjær tekur við Man Utd (Staðfest)
Solskjær er 45 ára.
Solskjær er 45 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ole Gunnar Solskjær er tekinn við Manchester United og er hann ráðinn út tímabilið.

Sólarhringur er síðan Jose Mourinho var rekinn frá Old Trafford.

Solskjær var ellefu tímabil sem leikmaður hjá Manchester United og skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999.

United hefur verið í miklu basli á tímabilinu og er í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar.

Mike Phelan, fyrrum aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson, hefur verið staðfestur sem aðstoðarmaður Solskjær. Þá munu Michael Carrick og Kieran McKenna halda áfram í þjálfarateymi félagsins.

Fyrsti leikur United undir stjórn Solskjær verður á laugardag gegn Cardiff en hann er fyrrum stjóri Cardiff. Honum gekk ekki vel við stjórnvölinn þar og liðið féll undir hans stjórn. Hann var svo rekinn eftir slæma byrjun í Championship-deildinni.

United hyggst ráða stjóra til frambúðar eftir tímabilið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner