mið 20. janúar 2021 14:35
Elvar Geir Magnússon
Siggi Raggi: Við þurfum að styrkja leikmannahópinn
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur segir að félagið sé í leit að liðsstyrk fyrir baráttuna framundan í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Keflavík vann Lengjudeildina og er liðið komið upp í deild þeirra bestu á nýjan leik. Á skrifstofu félagsins er unnið að því að gera liðið klárt fyrir baráttuna.

„Við höfum verið að framlengja samninga við núverandi leikmenn, þá sem við viljum hafa áfram hjá okkur. Stærsti tími okkar að undanförnu hefur farið í það. Það var mikil vinna því það var nokkur fjöldi leikmanna," segir Sigurður.

„Við erum að kíkja í kringum okkur eftir styrkingu. Við þurfum að styrkja leikmannahópinn okkar. Hann er ekki breiður. Við höfum verið að líta í kringum okkur bæði innanlands og erlendis en ekkert sem er fast í hendi."

Fyrir viku síðan voru kappleikir leyfðir á Íslandi að nýju og segir Sigurður það mikið fagnaðarefni að undirbúningstímabilið sé farið af stað af alvöru.

„Það er mikil snilld. Það er gaman að hafa alltaf leik í lok vikunnar næstu vikurnar. Það var ótrúlega gaman að spila þennan leik gegn FH og okkur hlakkar til að spila við Breiðablik um helgina. Þetta er allt miklu skemmtilegra þegar það eru leikir framundan," segir Sigurður.

Keflavík vann sigur gegn FH í Fótbolta.net mótinu um síðustu helgi.

„Þetta fór vel af stað, gekk vel. Úrslitin voru góð og frammistaðan var einnig góð. Það er gott þegar það fer saman. Við vorum mjög sáttir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner