Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mið 20. febrúar 2013 11:23
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir.is | Skýrslan 
„Guðjóni fylgdi ekki sú ástríða sem vonast var eftir"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, viðurkennir að það hafi verið mistök að ráða Guðjón Þórðarson til starfa. Þetta kemur fram í ársskýrslu stjórnar Grindavíkur sem birt er á heimasíðu félagsins og Vísir.is fjallar um.

„Öll samskipti milli Guðjóns og stjórnar voru góð, en það fylgdi honum ekki sama ástríða og menn höfðu vonast eftir," segir Jónas í skýrslunni.

„Eftir á að hyggja var það rétt ákvörðun hjá Þorsteini að vilja ekki ráða Guðjón Þórðarson sem þjálfara meistaraflokks karla. Grindavík féll um deild í annað sinn á skömmum tíma, fyrst í september 2006 og nú í september 2012. Þegar litið er til baka þá hringdu aðvörunarbjöllur í bæði skiptin við ráðningu á þjálfara meistaraflokks karla, Sigurði Jónssyni 2006 og Guðjóni Þórðarsyni 2012."

Mikið gustaði í Grindavík þegar stjórn félagsins tók þá ákvörðun að fara í viðræður við Guðjón um að taka við liðinu haustið 2011. Endaði það með formannsskiptum þar sem Þorsteinn Gunnarsson steig af stóli og Jónas tók þá við.

Undir stjórn Guðjóns féll Grindavík úr Pepsi-deildinni og er Milan Stefán Jankovic tekinn við þjálfun liðsins.
Athugasemdir
banner