Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. febrúar 2020 14:00
Fótbolti.net
Kominn tími á að sjá hana spila meistaraflokksbolta
Hin 18 ára Auður spilar með ÍBV í sumar
Hin 18 ára Auður spilar með ÍBV í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur verið líflegt á félagaskiptamarkaðnum og spennandi félagaskipti voru til umræðu í nýjasta þætti Heimavallarins. Þáttastýrurnar Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir og gestur þeirra, Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, voru allar sammála um að ÍBV hefði náð sér í spennandi bita.

„Mér finnst mjög ánægjulegt að markvörðurinn Auður Scheving sé komin á láni til ÍBV frá Val. Hún er unglingalandsliðskona og hefur verið varamarkvörður hjá Val en á núna að fá tækifæri í Eyjum. Er ekki kominn tími til að sjá hana spila meistaraflokksbolta?“ spurði Mist og þær Bára og Hulda tóku báðar undir.

„Þetta er frábært fyrir hana. Hún þarf leiki. Hún er efnileg og má ekki stoppa þar,“ sagði Bára.

Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving á að baki 20 unglingalandsleiki og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í landsliðsverkefnum og eins með yngri flokkum Vals. Hún varð til að mynda Reykjavíkurmeistari með A-liði 3.flokks drengja hjá Val fyrir tveimur árum.

Auður er langt því frá eini leikmaðurinn sem Eyjakonur hafa náð sér í og það stefnir allt í að ÍBV stilli upp gjörbreyttu liði næsta sumar. Liðinu hefur gengið illa að fá til sín íslenska leikmenn og misst margar en í staðinn fengið til sín 7-8 erlenda leikmenn.

Hlustaðu á Heimavöllinn þar sem leikmannamál ÍBV eru meðal annars til umræðu
Heimavöllurinn - Íslenskur undirbúningsvetur hefst með látum
Athugasemdir
banner
banner
banner