Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   lau 20. febrúar 2021 16:57
Ívan Guðjón Baldursson
England: Tíu leikmenn West Brom klaufar gegn Burnley
Burnley 0 - 0 West Brom
Rautt spjald: Semi Ajayi, West Brom ('30)

Burnley tók á móti West Bromwich Albion í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn var í járnum eins og búist var við en eftir hálftíma fékk Semi Ajayi beint rautt spjald fyrir að stöðva stungusendingu með höndinni. Spjaldið er afar umdeilt þar sem atvikið átti sér stað á miðjum vellinum, en Ajayi var aftasti varnarmaður.

Leikurinn breyttist lítið við rauða spjaldið, gestirnir í West Brom voru hættulegri og komust tvívegis nálægt því að gera sigurmark í síðari hálfleik.

Boltinn rataði þó ekki í netið og niðurstaðan markalaust jafntefli.

Lærisveinar Sam Allardyce eru ellefu stigum frá öruggu sæti í deildinni, með 14 stig eftir 25 umferðir. Burnley er með 28 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner