Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   mið 20. apríl 2016 14:30
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Vals - Danir leysa Dani af hólmi
watermark Bjarni Ólafur Eiríksson.
Bjarni Ólafur Eiríksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Sigurður Egill Lárusson.
Sigurður Egill Lárusson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Við veltum fyrir okkur líklegum byrjunarliðum í upphafi móts. Í fimmta sætinu spáum við Valsmönnum en hér að neðan er líklegt byrjunarlið þeirra.Ingvar Þór Kale er áfram í marki Vals. Anton Ari Einarsson er farinn á lán í Grindavík og því verður það hlutverk Ásgeirs Þórs Magnússonar að berjast við Ingvar um sæti í liðinu.

Andri Fannar Stefánsson stóð sig vel í hægri bakverðinum í fyrra en Baldvin Sturluson er að berjast við hann um stöðu. Vinstra megin er Bjarni Ólafur Eiríksson sem er í lykilhlutverki í liði Vals. Orri Sigurður Ómarsson er sem fyrr í hjarta varnarinnar og áfram er hann með danskan leikmann sér við hlið. Thomas Christensen er horfinn á braut en í staðinn er Rasmus Christiansen kominn frá KR. Gunnar Gunnarsson er síðan til taks á bekknum.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði, er á sínum stað á miðjunni en talsverð samkeppni er um stöðu við hlið hans. Guðjón Pétur Lýðsson, Sindri Björnsson og Einar Karl Ingvarsson berjast þar allir um stöðu. Guðjón er líklegur til að byrja þar en hann gæti líka spilað á hægri kantinum. Fremst á miðjunni er síðan Kristinn Freyr Sigurðsson sem er í lykilhlutverki hjá Valsmönnum.

Sigurður Egill Lárusson byrjar væntanlega á vinstri kantinum og Daði Begsson er líklegur á þeim hægri. Patrick Pedersen var keyptur til Noregs eftir gullskóinn í fyrra en þeir Rolf Toft og Nikolaj Hansen eiga að fylla skarð hans. Andri Adolphsson, Kristinn Ingi Halldórsson og Tómas Óli Garðarsson koma einnig til greina í fremstu stöðurnar hjá Valsmönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner