Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 20. apríl 2016 14:15
Magnús Már Einarsson
Lykilmaðurinn: Alltaf spáð 5. sæti
Kristinn Freyr Sigurðsson - Valur
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta kemur ekki á óvart. Frá því að ég kom í Val hefur okkur alltaf verið spáð 5. sætinu. Við ætlum samt að reyna að gera betur en það," segir Kristinn Freyr Sigurðsson leikmaður Vals um spá Fótbolta.net en þar er liðinu spáð 5. sæti.

„Síðasta tímabil var jákvætt fyrr okkur Valsmenn. Við urðum bikarmeistarar og komumst í Evrópukeppni. Vonandi getum við gert betur núna," sagði Kristinn sem bíður spenntur eftir að spila í Evrópudeildinni. „Ég get ekki beðið eftir því að fara í hana. Maður er í þessu út af þessu."

Kristinn Freyr fór til norska félagsins Tromsö á reynslu í vetur og hann segir að draumurinn sé að komast út í atvinnumennsku síðar.

„Ég átti ekki nógu góðu viku þar ef ég á að segja alveg eins og er en vonandi opnast einhverjar aðrar dyr. Ég er samt minna að stressa mig, þó að draumurinn sé að komast í atvinnumennsku."

Í fyrra lagði Kristinn upp mörk fyrir Patrick Pedersen sem nú er horfinn á braut. Rolf Toft og Nikolaj Hansen eru mættir í staðinn.

„Þetta eru toppdrengir. Það verður erfitt að fylla skarð Patricks en við verðum að hjálpa þeim að aðlagast okkur svo þeir geti skorað mörk. Við erum með þá til þess að þeir skori mörk," sagði Kristinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner