Destiny Udogie, vinstri bakvörður Tottenham, verður ekki meira með á þessu tímabili en þetta staðfesti hann á Instagram í dag.
Udogie, sem er 21 árs gamall, hefur verið einn af lykilmönnunum í liði Tottenham á þessari leiktíð.
Ítalski landsliðsmaðurinn var keyptur frá Udinese fyrir tveimur árum en eyddi síðustu leiktíð á láni hjá ítalska félaginu.
Varnarmaðurinn birti mynd af sér á sjúkrahúsi í dag þar sem hann staðfestir að hann verði ekki meira með á tímabilinu.
Udogie spilaði allan leikinn í 4-0 tapi Tottenham gegn Newcastle á dögunum og koma þessar fréttir því verulega á óvart. Udogie hafði aðeins misst af tveimur leikjum á tímabilinu fram að aðgerðinni sem hann gekkst undir í dag.
Mikil blóðtaka fyrir Tottenham sem er í harðri baráttu við Aston Villa um Meistaradeildarsæti.
?????? Tottenham fullback Destiny Udogie will miss the rest of the season due to injury.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 20, 2024
Udogie has announced it with an official statement. pic.twitter.com/sYf7hU1P90
Athugasemdir