banner
   fös 20. maí 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn Spurs með matareitrun?
Mynd: EPA
Gary Lineker, þáttarstjórnandi Match of the Day á Englandi og fyrrum leikmaður Tottenham, setti inn færslu á Twitter núna í hádeginu.

Lineker segist hafa heyrt af því að menn hjá Tottenham hefðu fengið matareitrun.

Framundan er lokaleikur gegn Norwich sem Tottenham þarf að fá stig úr til þess að tryggja Meistaradeildarsæti á næsta tímabili. Ef liðið tapar og Arsenal vinnur gegn Everton þá fer Arsenal í Meistaradeildina og Tottenham í Evrópudeildina.

Lineker sem er þekktur fyrir að vera léttur á Twitter og stutt í grínið tekur fram í lok færslunnar að hann sé ekki að grínast.

Uppfært 12:30: Íþróttafréttamaðurinn Jonathan Veal segir að orðrómurinn um matareitrun sé ósannur en hinsvegar sé sóknarmaðurinn Harry Kane veikur.


Athugasemdir
banner
banner