Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fim 20. júní 2024 20:54
Ívan Guðjón Baldursson
EM: Spánverjar áfram eftir sannfærandi sigur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spánn 1 - 0 Ítalía
1-0 Riccardo Calafiori ('55, sjálfsmark)

Spánn og Ítalía áttust við í Miðjarðarhafsslag í 2. umferð Evrópumótsins í kvöld og voru Spánverjar talsvert sterkari aðilinn í leiknum.

Spánverjar fengu urmul færa en þeim tókst ekki að koma boltanum í netið. Gianluigi Donnarumma átti góðan leik og klúðruðu Spánverjar frábærum færum.

Staðan var markalaus í leikhlé og gerðu Ítalir tvöfalda skiptingu í hálfleik, en það lagaði ekki stöðuna. Spánverjar voru áfram sterkari aðilinn og tóku loks forystuna á 55. mínútu, þegar Riccardo Calafiori varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Það barst inn föst fyrirgjöf frá hinum afar líflega Nico Williams á vinstri kanti sem Álvaro Morata skallaði og Gigi Donnarumma komst einnig með putta í boltann áður en hann hafði viðkomu í Calafiori og fór þaðan í netið.

Spánverjar náðu ekki að tvöfalda forystuna og voru orðnir nokkuð orkulausir þegar tók að líða á seinni hálfleik og fengu Ítalir fínar sóknir á lokakaflanum, en tókst ekki að skapa mikla hættu.

Lokatölur 1-0 fyrir Spán sem tók Ítalíu í kennslustund og voru Spánverjar óheppnir að vinna ekki stærra.

Spánverjar eru þar með búnir að tryggja sér þátttökurétt í 16-liða úrslitum mótsins á meðan Ítölum nægir jafntefli í lokaumferðinni gegn Króatíu til að tryggja sér annað sætið.


Athugasemdir
banner
banner