Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   lau 20. júlí 2019 19:05
Ester Ósk Árnadóttir
Sigurður Heiðar: Þurfum að bæta ofan á þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábært að koma hingað á mjög erfiðan útivöll. Þetta var fyllilega verðskuldað," sagði Sigurður Heiðar eftir 0-3 sigur á Magna á Grenivík í dag.

Lestu um leikinn: Magni 0 -  3 Leiknir R.

„Við virkuðum alveg rosalega ferskir frá fyrstu mínútu. Við gerðum margar breytingar á liðinu fyrir leikinn. Menn komu bara mjög vel stemmdir strax frá fyrstu sekúndu."

Leiknir gerði 5 breytingar á liðinu eftir sigurleik í síðasta leik.

„Það eru margir leikir á stuttum tíma og gott að fá ferska og gíraða menn inn sem vilja spila. Þeir skiluðu því frábærlega. Þeir sem komu af bekknum, komu jafn gíraðir til leiks og þeir sem voru inn á. Mjög ánægjulegt."

Magni komu af krafti inn í seinni hálfleikinn en slökknaði á þeim þegar Leiknir skoraði mark tvö.

„Við komum ekki alveg nógu vel gíraðir inn í seinni hálfleikinn og fyrstu tíu til fimmtán mínúturnar var maður að bíða eftir að við færum aftur í gang. Þetta mark hjálpaði klárlega við það."

Leiknir er í 5 sæti með 21 stig.

„Okkur líst bara virkilega vel á framhaldið. Við þurfum bara að bæta ofan á þetta. Þetta er búið að vera flott hjá okkur í síðustu tveimur leikjum þannig það er bara mjög spennandi verkefni framundan."

Liðið hefur náð í sex stig úr síðustu tveimur leikjum.

„Við erum búnir að ná því nokkrum sinnum. Það eru alltaf tveir sigrar og tvö töp sem fylgja á eftir því. Nú er bara að brjóta það mynstur og sækja næsta sigur."

Næsti leikur liðsins er á móti Njarðvík.

„Líst virkilega vel á það, þeir eru búnir að vera að gíra sig upp eftir erfitt gengi í byrjun. Við skuldum sigur þar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner