Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   lau 20. júlí 2019 19:05
Ester Ósk Árnadóttir
Sigurður Heiðar: Þurfum að bæta ofan á þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábært að koma hingað á mjög erfiðan útivöll. Þetta var fyllilega verðskuldað," sagði Sigurður Heiðar eftir 0-3 sigur á Magna á Grenivík í dag.

Lestu um leikinn: Magni 0 -  3 Leiknir R.

„Við virkuðum alveg rosalega ferskir frá fyrstu mínútu. Við gerðum margar breytingar á liðinu fyrir leikinn. Menn komu bara mjög vel stemmdir strax frá fyrstu sekúndu."

Leiknir gerði 5 breytingar á liðinu eftir sigurleik í síðasta leik.

„Það eru margir leikir á stuttum tíma og gott að fá ferska og gíraða menn inn sem vilja spila. Þeir skiluðu því frábærlega. Þeir sem komu af bekknum, komu jafn gíraðir til leiks og þeir sem voru inn á. Mjög ánægjulegt."

Magni komu af krafti inn í seinni hálfleikinn en slökknaði á þeim þegar Leiknir skoraði mark tvö.

„Við komum ekki alveg nógu vel gíraðir inn í seinni hálfleikinn og fyrstu tíu til fimmtán mínúturnar var maður að bíða eftir að við færum aftur í gang. Þetta mark hjálpaði klárlega við það."

Leiknir er í 5 sæti með 21 stig.

„Okkur líst bara virkilega vel á framhaldið. Við þurfum bara að bæta ofan á þetta. Þetta er búið að vera flott hjá okkur í síðustu tveimur leikjum þannig það er bara mjög spennandi verkefni framundan."

Liðið hefur náð í sex stig úr síðustu tveimur leikjum.

„Við erum búnir að ná því nokkrum sinnum. Það eru alltaf tveir sigrar og tvö töp sem fylgja á eftir því. Nú er bara að brjóta það mynstur og sækja næsta sigur."

Næsti leikur liðsins er á móti Njarðvík.

„Líst virkilega vel á það, þeir eru búnir að vera að gíra sig upp eftir erfitt gengi í byrjun. Við skuldum sigur þar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner