Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 20. júlí 2019 19:05
Ester Ósk Árnadóttir
Sigurður Heiðar: Þurfum að bæta ofan á þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábært að koma hingað á mjög erfiðan útivöll. Þetta var fyllilega verðskuldað," sagði Sigurður Heiðar eftir 0-3 sigur á Magna á Grenivík í dag.

Lestu um leikinn: Magni 0 -  3 Leiknir R.

„Við virkuðum alveg rosalega ferskir frá fyrstu mínútu. Við gerðum margar breytingar á liðinu fyrir leikinn. Menn komu bara mjög vel stemmdir strax frá fyrstu sekúndu."

Leiknir gerði 5 breytingar á liðinu eftir sigurleik í síðasta leik.

„Það eru margir leikir á stuttum tíma og gott að fá ferska og gíraða menn inn sem vilja spila. Þeir skiluðu því frábærlega. Þeir sem komu af bekknum, komu jafn gíraðir til leiks og þeir sem voru inn á. Mjög ánægjulegt."

Magni komu af krafti inn í seinni hálfleikinn en slökknaði á þeim þegar Leiknir skoraði mark tvö.

„Við komum ekki alveg nógu vel gíraðir inn í seinni hálfleikinn og fyrstu tíu til fimmtán mínúturnar var maður að bíða eftir að við færum aftur í gang. Þetta mark hjálpaði klárlega við það."

Leiknir er í 5 sæti með 21 stig.

„Okkur líst bara virkilega vel á framhaldið. Við þurfum bara að bæta ofan á þetta. Þetta er búið að vera flott hjá okkur í síðustu tveimur leikjum þannig það er bara mjög spennandi verkefni framundan."

Liðið hefur náð í sex stig úr síðustu tveimur leikjum.

„Við erum búnir að ná því nokkrum sinnum. Það eru alltaf tveir sigrar og tvö töp sem fylgja á eftir því. Nú er bara að brjóta það mynstur og sækja næsta sigur."

Næsti leikur liðsins er á móti Njarðvík.

„Líst virkilega vel á það, þeir eru búnir að vera að gíra sig upp eftir erfitt gengi í byrjun. Við skuldum sigur þar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner