Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   lau 20. júlí 2019 19:05
Ester Ósk Árnadóttir
Sigurður Heiðar: Þurfum að bæta ofan á þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábært að koma hingað á mjög erfiðan útivöll. Þetta var fyllilega verðskuldað," sagði Sigurður Heiðar eftir 0-3 sigur á Magna á Grenivík í dag.

Lestu um leikinn: Magni 0 -  3 Leiknir R.

„Við virkuðum alveg rosalega ferskir frá fyrstu mínútu. Við gerðum margar breytingar á liðinu fyrir leikinn. Menn komu bara mjög vel stemmdir strax frá fyrstu sekúndu."

Leiknir gerði 5 breytingar á liðinu eftir sigurleik í síðasta leik.

„Það eru margir leikir á stuttum tíma og gott að fá ferska og gíraða menn inn sem vilja spila. Þeir skiluðu því frábærlega. Þeir sem komu af bekknum, komu jafn gíraðir til leiks og þeir sem voru inn á. Mjög ánægjulegt."

Magni komu af krafti inn í seinni hálfleikinn en slökknaði á þeim þegar Leiknir skoraði mark tvö.

„Við komum ekki alveg nógu vel gíraðir inn í seinni hálfleikinn og fyrstu tíu til fimmtán mínúturnar var maður að bíða eftir að við færum aftur í gang. Þetta mark hjálpaði klárlega við það."

Leiknir er í 5 sæti með 21 stig.

„Okkur líst bara virkilega vel á framhaldið. Við þurfum bara að bæta ofan á þetta. Þetta er búið að vera flott hjá okkur í síðustu tveimur leikjum þannig það er bara mjög spennandi verkefni framundan."

Liðið hefur náð í sex stig úr síðustu tveimur leikjum.

„Við erum búnir að ná því nokkrum sinnum. Það eru alltaf tveir sigrar og tvö töp sem fylgja á eftir því. Nú er bara að brjóta það mynstur og sækja næsta sigur."

Næsti leikur liðsins er á móti Njarðvík.

„Líst virkilega vel á það, þeir eru búnir að vera að gíra sig upp eftir erfitt gengi í byrjun. Við skuldum sigur þar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner