Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Glódís og stöllur með tveggja stiga forskot
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir hélt hreinu er Rosengård gerði markalaust jafntefli við Växjö í efstu deild sænska boltans.

Glódís lék allan leikinn í þriggja manna varnarlínu sem er besta vörnin í deildinni. Rosengård er aðeins búið að fá átta mörk á sig eftir fjórtán fyrstu umferðirnar, og er með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar.

Glódís er lykilmaður í liði Rosengård sem stefnir á sinn fyrsta deildartitil síðan 2015.

Växjö 0 - 0 Rosengård

Andrea Thorisson var þá ónotaður varamaður er Bunkeflö lagði Kungsbacka að velli í botnslagnum.

Kungsbacka er með 4 stig eftir 14 umferðir og markatöluna 7-44. Bunkeflö er með 7 stig og markatöluna 11-36. Djurgården er aðeins tveimur stigum fyrir ofan og því eru Andrea og stöllur í góðum séns á að halda sér uppi.

Bunkeflo 2 - 0 Kungsbacka
1-0 Sophie Sundqvist ('50)
2-0 Dallas Dorosy ('88)


Athugasemdir
banner
banner
banner