Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. september 2021 16:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég var stopp og svo er dúndrað hraustlega aftan á bílinn"
Máni Austmann
Máni Austmann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Austmann Hilmarsson lenti í bílslysi á dögunum og var þess vegna ekki með Leikni í leik liðsins gegn Keflavík í gær.Máni mun þá ekki taka þátt í leik liðsins gegn Víkingi um næstu helgi.

Fótbolti.net ræddi við Mána í dag og spurði hann út í líðanina.

„Ég var stopp og svo er dúndrað hraustlega aftan á bílinn. Ég missi meðvitund og fæ heilahristing. Bakið á mér er í algjöru rugli, ég er ennþá fastur í bakinu og hálsinum. Hálsinn er mjög slæmur eins og staðan er núna," sagði Máni.

„Ég veit ekki hvernig ferlið verður. Einhverjir hafa sagt við mig að þetta sé mánuður og aðrir tala um lengri tíma. Það kemur bara í ljós."

„Sjúkraþjálfari er búinn að skoða þetta, Hlynur [aðstoðarþjálfari Leiknis] og hann sagði mér að ég ætti að taka öllu rólega í svona tvo mánuði, sjá hvort að ég sé geti farið að æfa aftur þá eða ekki. Það er bara að vona það besta."


Er þá hugsunin núna bara að sjá hvernig skrokkurinn verður seinna í vetur?

„Já, ég ætla horfa á strákana í lokaleiknum og skelli mér jafnvel í sumarfrí. Svo er það bara að vona það besta," sagði Máni. Nánar var rætt við kappann og verður það birt síðar.
Athugasemdir