Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
banner
   mán 20. október 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tímabilinu lokið hjá Ekroth
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Ekroth, fyrirliði Víkings, verður ekki með Íslandsmeisturunum í lokaumferðinni í Bestu deildinni þegar liðið fær Val í heimsókn.

Hann meiddist í sigri liðsins gegn Breiðabliki á laugardaginn en Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, staðfesti fregnirnar í viðtali á Fótbolti.net eftir leikinn.

„Þetta eru vöðvameiðsli framan í læri þannig hann er kominn í frí," sagði Sölvi.

Víkingur hefur verið á gríðarlegu flugi síðan liðið féll úr leik í forkeppni Sambandsdeildarinnar gegn Bröndby um miðjan ágúst. Liðið hefur aðeins tapað stigum í einum leik en það var jafntefli gegn Breiðabliki 31. ágúst.
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Athugasemdir