Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 08:40
Elvar Geir Magnússon
Viðræður við Mancini sigldu í strand - Chelsea vill Aghehowa
Powerade
Sean Dyche er að taka við Forest.
Sean Dyche er að taka við Forest.
Mynd: EPA
Samu Aghehowa, sóknarmaður Porto.
Samu Aghehowa, sóknarmaður Porto.
Mynd: EPA
Njósnarar Barcelona fylgdust með Greenwood.
Njósnarar Barcelona fylgdust með Greenwood.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan mánudag! Fótboltinn er byrjaður að rúlla á fullri ferð eftir landsleikjagluggann og leikið verður í Meistaradeildinni í þessari viku. Hér er slúðurpakkinn.

Nottingham Forest er að ganga frá ráðningu á Sean Dyche sem tekur við sem stjóri liðsins eftir að Ange Postecoglou var rekinn um helgina. Viðræður við Roberto Mancini sigldu í strand í gær. (Fabrizio Romano)

Forest hafði áhuga á að ráða Marco Silva en hann vill ekki yfirgefa Fulham á meðan tímabilið er í fullum gangi. (Times - subscription)

Chelsea er tilbúið að bjóða 87 milljónir punda í spænska sóknarmanninn Samu Aghehowa (21) hjá Porto næsta sumar. Hann hefur skorað fimm mörk í sjö deildarleikjum í Portúgal á tímabilinu. (Fichajes)

Fjárfestingahópur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur sett sig í samband við goðsagnirnar Eric Cantona, Wayne Rooney og David Beckham og vilja að þeir styðji yfirtökutilboð í Manchester United. (Guardian)

Búist er við því að Lionel Messi (38) skrifi undir nýjan samning við Inter Miami. (Fabrizio Romano)

Arsenal og Tottenham eru meðal félaga sem hafa áhuga á franska sóknarmanninum Djylian N'Guessan (17) hjá Saint-Etienne. (Caught Offside)

Spænski miðjumaðuirnn Luis Milla (31) hjá Getafe hefur vakið áhuga Unai Emery stjóra Aston Villa og Diego Simeone stjóra Atletico Madrid með frammistöðu sinni á tímabilinu. (Fichajes)

Njósnarar frá Barcelona fylgdust með Mason Greenwood (21) skora fjögur mörk fyrir Marseille um helgina. (TBR)

Bournemouth býr sig undir að fá fleiri tilboð í ganverska framherjann Antoine Semenyo (25) í komandi félagaskiptagluggum. (Football Insider)

Newcastle og Aston Villa eru líklegust til að fá ekvadorska varnarmanninn Joel Ordonez (21) frá belgíska félaginu Club Brugge. (Caught Offside)

Casemiro (33) mun fá tilboð um nýjan samning hjá Manchester United en þyrfti að taka á sig verulega launalækkun. (Football Insider)

Bruno Fernandes (31), fyrirliði Manchester United, íhugar að færa sig um set eftir tímabilið ef United nær ekki að bæta sig. Bayern München vill portúgalska miðjumanninn. (Fichajes)

Sheffield United, sem er í vandræðum í Championship, vill ekki missa hollenska miðjumanninn Gustavo Hamer (28) í janúarglugganum. Leeds United vill fá hann. (Football Insider)

Chelsea er í viðræðum um að ráða Dave Fallows sem vann við leikmannakaup hjá Liverpool og tók þátt í að fá Mohamed Salah og Sadio Mane á Anfield. (Sun)

Stjóraleit skoska félagsins Rangers gengur illa en ekkert verður af því að Kevin Muscat taki við á þessum tímapunkti. Muscat er að stýra Shanghai Port sem er í baráttu um kínverska meistaratitilinn og sú baráttu gæti staðið fram í desember. (BBC)
Athugasemdir
banner
banner