Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. nóvember 2021 17:46
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær bað stuðningsmenn afsökunar og klappaði fyrir þeim
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, bað stuðningsmennina afsökunar og klappaði fyrir þeim eftir 4-1 tapið gegn Watford á Vicarage Road í dag.

Þetta var fimmta tap United í deildinni á tímabilinu en liðið er nú tólf stigum á eftir toppliði Chelsea.

Watford var í engum vandræðum með lið United. Stuðningsmenn bauluðu á Solskjær eftir leik en hann ákvað samt sem áður að fara ásamt leikmönnum sínum að þeim og þakka þeim fyrir stuðninginn.

Hann bað þá einnig afsökunar eins og má sjá á myndskeiðinu hér fyrir neðan.

Sæti Solskjær er heitt þessa stundina og eru miklar líkur á því að hann missi starfið á næstu dögum. Zinedine Zidane og Brendan Rodgers eru meðal þeirra sem eru orðaðir við stöðuna.


Athugasemdir
banner
banner