Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 20. nóvember 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áslaug Munda spilar ekki meiri fótbolta á þessu ári
watermark Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlugsdóttir hefur misst af síðustu landsliðsverkefnum vegna meiðsla. Hún hefur ekkert verið að spila með háskólaliði sínu í Harvard í Bandaríkjunum.

„Áslaug Munda er bara ekkert að spila eða að æfa af viti," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi fyrir helgi.

„Hún er enn í sinni endurhæfingu. Ég á í reglulegu sambandi við Áslaugu Mundu og tala reglulega við hana. Ég fylgist með hennar þróun. Hún er bara í endurhæfingu og spilar ekkert meiri fótbolta á þessu ári."

„Það er eitthvað sem tíminn leiðir í ljós með hana. Þetta er óráðið. Það er ekkert hægt að segja um tíma eða nákvæmlega hvað þarf að gera. Þessi höfuðhögg eru erfið. Vonandi kemst hún til baka á fulla ferð. Ég hef aldrei sett pressu á hana. Ég átti samtal við hana á mánudaginn og við ræddum ekki mikið um fótbolta í því samtali."

Áslaug Munda fékk slæmt höfuðhögg eftir að hún fór út í Harvard og er enn að takast á við eftirköst þess virðist vera. Það er vonandi að þessi gríðarlega öflugi leikmaður komist aftur á skrið fljótlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner