Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. desember 2022 10:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markverðir orðaðir við Bayern - Tveir mjög efnilegir til Chelsea?
Powerade
Martinez er orðaður við Bayern sem er í leit að markverði.
Martinez er orðaður við Bayern sem er í leit að markverði.
Mynd: EPA
Mbappe gæti yfirgefið París í leit að nýrri áskorun.
Mbappe gæti yfirgefið París í leit að nýrri áskorun.
Mynd: EPA
Gvardiol er orðaður við Chelsea.
Gvardiol er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Tekur Zidane við franska landsliðinu?
Tekur Zidane við franska landsliðinu?
Mynd: Getty Images
Smalling til Inter?
Smalling til Inter?
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðrinu þennan þriðjudaginn. Skoðum það helsta.

Everton er nálægt því að landa nýjum samningi við kantmanninn Anthony Gordon (21). Kemur það til með að fæla burt áhuga frá Chelsea. (Telegraph)

N'Golo Kante (31) er að ýta á það að komast til Barcelona á frjálsri sölu næsta suma er samningur hans við Chelsea rennur út. (Sport)

Paris Saint-Germain ætlar að hefja viðræður við Lionel Messi (35) núna þegar heimsmeistaramótinu er lokið. Samningur Messi er að renna út á næsta ári og PSG vill framlengja við hann. (RMC)

Þýska stórveldið Bayern München hefur áhuga á argentínska landsliðsmarkverðinum Emi Martinez (30) sem leikur með Aston Villa á Englandi. (MediaFoot)

Yann Sommer (34), markvörður Borussia Mönchengladbach, er í viðræðum við Bayern eftir að Manuel Neuer meiddist illa. (Goal)

Carlo Ancelotti er ekki að taka við brasilíska landsliðinu, hann ætlar að halda áfram með Real Madrid. (Rai Radio)

Kylian Mbappe (24), sem var stórkostlegur með Frakklandi á HM, gæti fljótlega tilkynnt að hann sé á förum frá PSG í annað verkefni. (Sport)

Barcelona hefur áhuga á Josip Juranovic (27), bakverði Celtic og króatíska landsliðsins. Atletico Madrid og félög í ensku úrvalsdeildinni eru einnig að fylgjast með leikmanninum. (Sky Sports)

Cristiano Giuntoli, sem er háttsettur hjá ítalska félaginu Napoli, gefur lítið fyrir það að kantmaðurinn Khvicha Kvaratskhelia (21) sé á leið til Newcastle á næstunni. (Sport Express)

Kvaratskhelia segist líða eins og heima hjá sér hjá Napoli. (Football Italia)

Tottenham er að íhuga enska landsliðsmarkvörðinn Jordan Pickford (28) sem arftaka fyrir Hugo Lloris (35). (Football Insider)

Arsenal mun hefja viðræður við Bukayo Saka (21) um nýjan samning á næstu vikum. (Caught Offside)

Zinedine Zidane, fyrrum stjóri Real Madrid, gæti tekið við franska landsliðinu af Didier Deschamps eftir að liðið tapaði úrslitaleik HM gegn Argentínu. (Mundo Deportivo)

Arsenal og Leeds hafa bæst í kapphlaupið um Matheus Cunha (23) en Atletico Madrid er að leitast eftir því að losa sig við hann. (Goal)

Chelsea telur sig vera í góðri stöðu til að landa króatíska miðverðinum Josko Gvardiol (20). (90 min)

Benfica hefur mikinn áhuga á því að kaupa framherjann Jhon Duran (19) frá Chicago Fire í Bandaríkjunum en þessi efnilegi sóknarmaður er eftirsóttur; Chelsea, Liverpool og Manchester United eru á meðal félaga sem eru að fylgjast með honum. (Record)

Nígeríski miðjumaðurinn Alex Iwobi (26) er að skrifa undir nýjan samning við Everton. (Football Insider)

Chelsea er að berjast fyrir því að kaupa sóknarmanninn Youssoufa Moukoko (18) frá Borussia Dortmund í janúar. (Give Me Sport)

Inter Milan er að skoða það að fá enska miðvörðinn Chris Smalling (33) frá Roma þegar samningur hans endar þar næsta sumar. (Calciomercato)

Miðvörðurinn Milan Skriniar (27) hefur ekki enn svarað samningstilboði frá Inter en samningur hans við félagið rennur út á næsta ári. (Sky Sports Italia)

Inter er þá að íhuga að fá miðjumanninn Roberto Pereyra (31) frá Udinese. Pereyra lék einu sinni með Watford á Englandi. (Fichajes)

Anton Ferdinand, fyrrum varnarmaður West Ham og QPR, segir að sér hafi staðið það til boða að fara til Barcelona en Alan Pardew, fyrrum stjóri West Ham, hafi komið í veg fyrir það. (Talksport)
Athugasemdir
banner