þri 21. janúar 2020 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carney um Chelsea: Þvílíkt barnaleg frammistaða
Chelsea náði ekki að vinna leikinn þrátt fyrir að hafa verið manni fleiri frá 26. mínútu.
Chelsea náði ekki að vinna leikinn þrátt fyrir að hafa verið manni fleiri frá 26. mínútu.
Mynd: Getty Images
Karen Carney, fyrrum landsliðskona Englands, var harðorð í garð Chelsea á BBC eftir 2-2 jafntefli Chelsea gegn Arsenal.

Chelsea var einum fleiri frá 26. mínútu eftir rautt spjald David Luiz. Þeir komust tvisvar yfir, í seinna skiptið á 84. mínútu, en náðu samt ekki að vinna leikinn.

„Chelsea á alla sök. Ég verð að vera mjög gagnrýnin. Aftur sama gamla sagan. Frank Lampard mun segja að þeir hafi ekki nýtt færin sín, en þeir hafa ekki stjórnað leiknum," sagði Carney.

„Þeir voru 2-1 yfir og nokkrar mínútur eftir. Þetta er þvílíkt barnaleg frammistaða," sagði fyrrum enska landsliðskonan og bætti við: „Arsenal sýndi ótrúlegan karakter."

Arsenal er í tíunda sæti með 30 stig, Chelsea í fjórða sæti með 40 stig. Man Utd getur með sigri gegn Burnley á morgun minnkað muninn að Chelsea í þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner