Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 21. janúar 2022 10:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Markakóngur færeysku deildarinnar á leið í Leikni
Mikkel Dahl.
Mikkel Dahl.
Mynd: HB.fo
Leiknir í Breiðholti er að fá markakóng færeysku deildarinnar í sínar raðir samkvæmt heimildum Fótbolta.net en sá heitir Mikkel Dahl og er danskur. Hann sló markamet færeysku deildarinnar í fyrra þegar hann skoraði 27 mörk.

Hann spilaði í eitt og hálft ár í Færeyjum fyrir HB, fyrrum félag Heimis Guðjónssonar, og skoraði alls 41 mark í 38 leikjum.

Dahl er 28 ára og er fyrrum leikmaður Nyköbing FC og Hvidovre í heimalandinu.

Leiknismenn eru að vinna í því að styrkja sóknarleik sinn fyrir komandi tímabil en liðið hafnaði í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra og hélt sér uppi í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Dahl er annar af tveimur dönskum leikmönnum sem Leiknismenn eru að semja við samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner