Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   fös 21. janúar 2022 15:20
Elvar Geir Magnússon
Stóri Dunc lærði heilmikið af Ancelotti
Duncan Ferguson stýrir Everton til bráðabirgða á meðan félagið leitar að nýjum stjóra í stað Rafa Benítez sem var rekinn um síðustu helgi. Ferguson stýrir Everton í hádegisleiknum gegn Aston Villa á morgun.

„Þetta hefur verið góð vika. Leikmenn eru kárir og æfingarnar hafa gengið vel. Ég er ánægður með vikuna og það var mikil ákefð á æfingum," sagði Ferguson á fréttamannafundi í dag.

Samkvæmt veðbönkum er Ferguson talinn meðal þeirra sem eru líklegastir til að taka við Everton til frambúðar.

„Mitt starf er að halda um stjórnartaumana í næstu leikjum og rétta skipið af. Maður veit ekki hvað gerist í fótbolta en ég hugsa bara um næsta leik," sagði Ferguson.

Kom ekki á óvart að Benítez var rekinn
„Úrslitin voru ekki góð. Þetta kom mér ekki mikið á óvart og ég held að Rafa hafi heldur ekki verið hissa," sagði Ferguson þegar hann var spurður að því hvort brottrekstur Spánverjans hafi verið óvæntur.

„Ég hef sagt leikmönnum að þeir þurfi að sýna stuðningsmönnum að þeir séu í þessu af fullum krafti. Við þurfum að sýna að okkur sé ekki sama og við séum tilbúnir að berjast fyrir því að fá úrslit. Það fær stuðningsmennina enn frekar á okkar band."

„Í vikunni höfum við reynt að fá inn sjálfstraust í hópinn. Leikmennirnir hafa verið góðir á æfingasvæðinu en það er á keppnisvellinum sem frammistaðan telur."

Spjallaði við Ancelotti
Ferguson hefur lengi verið í þjálfarateymi Everton og var til dæmis aðstoðarmaður Carlo Ancelotti sem tók við Real Madrid á síðasta ári.

„Við þurfum að fá inn sigurvegara í stjórastólinn, við þurfum að fá einhvern sem getur hjálpað liðinu upp töfluna. Carlo er magnaður stjóri og ég lærði heilmikið af honum. Hann er frábær í leikskipulagi, nær vel til leikmanna og veitti mér mikinn innblástur," segir Ferguson.

„Hann fékk leikmenn á flug. Ég hef talað við hann eftir að ég var ráðinn til bráðabirgða, hann hringdi í mig. Hann er ótrúlegur stjóri og einn sá besti í heimi. Ég lærði mikið af honum."

Þetta er í annað sinn sem Ferguson er bráðabirgðastjóri Everton en hann náði í fimm stig úr þremur deildarleikjum gegn Chelsea, Manchester United og Arsenal í desember 2019.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner