Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, segir að hann muni núna halda meira með landsliðinu en hann gerði áður - ef það er möguleiki.
Arnar Gunnlaugsson, fyrrum þjálfari Víkinga, er nefnilega tekinn við sem landsliðsþjálfari.
Arnar Gunnlaugsson, fyrrum þjálfari Víkinga, er nefnilega tekinn við sem landsliðsþjálfari.
„Hann er orðinn landsliðsþjálfari og maður getur þá haldið meira með landsliðinu ef það er hægt," sagði Kári við Fótbolta.net í gær.
Hann hefur fulla trú á því að Arnar verði góður landsliðsþjálfari.
„Ekki spurning, ég held það. En auðvitað þarf hann að selja hugmyndir sínar til strákanna. Ég ætla svo sannarlega að vona að þeir kaupi inn í þá hugmyndafræði sem hann kemur með."
Sölvi Geir Ottesen, sem tók við Víkingum, er einnig fullviss um að Arnar verði öflugur landsliðsþjálfari.
„Ég held að hann verði frábær landsliðsþjálfari. Þá er hann með frábært starfsteymi, ég veit hversu miklu fagmenn það eru og hvað þeir eru góðir þjálfarar. Þetta er mjög gott umhverfi sem hann er að ganga inn í," sagði Sölvi.
Athugasemdir