Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   sun 21. mars 2021 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal og Leicester í kappi um Bissouma
Mynd: Getty Images
Leicester og Arsenal virðast vera í kapphlaupi um miðjumanninn öfluga Yves Bissouma sem hefur verið lykilmaður í liði Brighton á tímabilinu.

Bissouma ólst upp sem stuðningsmaður Arsenal og er sagður þrá félagaskipti þangað. Umboðsmaður Bissouma viðurkennir að hann hafi nokkrum sinnum rætt við Arsenal um skjólstæðing sinn.

Mikel Arteta vill ólmur nota Bissouma á miðjunni ásamt Thomas Partey, ekki ósvipað því sem Brendan Rodgers vill gera hjá Leicester.

Rodgers vill ólmur fá Bissouma til að mynda gífurlega kröftugt par á miðjunni ásamt Wilfred Ndidi.

Brighton borgaði 15 milljónir punda fyrir Bissouma sumarið 2018 og á miðjumaðurinn tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Bissouma er 24 ára gamall og á 16 landsleiki að baki fyrir Malí.
Athugasemdir
banner
banner
banner