Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arnór Ingvi vildi fá Arnar til Norrköping: Veit ekki hvað gerðist
Icelandair
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Ísrael í mikilvægum umspilsleik fyrir Evrópumótið sem fer fram í Þýskalandi í sumar.

Hann gaf kost á sér í viðtal við Fótbolta.net úti í Ungverjalandi þar sem landsleikurinn fer fram.

Hann ræddi meðal annars um lífið hjá IFK Norrköping í sænska boltanum, en Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. var orðaður við þjálfarastarfið þar á bæ í vetur.

„Ég hefði klárlega verið spenntur að fá hann, ég þekki aðeins til Arnars og það hefði verið ótrúlega gaman að fá hann út. Ég veit ekki hvað gerðist og hef ekkert verið að reyna að finna út úr því," sagði Arnór. En hvernig lítur Norrköping liðið út á undirbúningstímabilinu?

„Ég myndi segja að við lítum betur út en í fyrra. Mér finnst við vera með meiri hugmynd um hvað við viljum gera og það eru allir á sömu blaðsíðu, en það er annað mál hvort við náum að framkvæma það."

Arnór var einnig spurður út í Andra Lucas Guðjohnsen sem er samningsbundinn Norrköping en hefur verið að gera góða hluti á láni hjá Lyngby í Danmörku, þar sem hann er með 8 mörk í 18 deildarleikjum.

„Ég held ekki að hann komi aftur til Norrköping þó hann sé með samning. Hann gerir það sem er best fyrir sjálfan sig, það er númer eitt, tvö og þrjú."

   20.03.2024 15:12
Rautt spjald gerði Arnóri Ingva erfiðara fyrir - „Hendi honum yfir mig og labba í burtu"

Rautt spjald gerði Arnóri Ingva erfiðara fyrir - „Hendi honum yfir mig og labba í burtu"
Athugasemdir
banner
banner
banner