Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
   mið 20. mars 2024 15:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Rautt spjald gerði Arnóri Ingva erfiðara fyrir - „Hendi honum yfir mig og labba í burtu"
,,Þetta verkefni hefur verið það eina, alveg 100%"
Icelandair
'Ég lét vita af því að ég þyrfti að vera klár fyrir þetta verkefni'
'Ég lét vita af því að ég þyrfti að vera klár fyrir þetta verkefni'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég er dreginn niður í skyndisókn, andstæðingurinn leggst ofan á mig og er að ýta mér niður með höndunum.'
'Ég er dreginn niður í skyndisókn, andstæðingurinn leggst ofan á mig og er að ýta mér niður með höndunum.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn leggst mjög vel í mig, er spenntur og get ekki beðið eftir því að fara út á völl á morgun. Það er ekki neitt stress, get ekki beðið eftir því að fara út á völl og vinna," sagði Arnór Ingvi Traustason við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

Framundan er leikurinn gegn Ísrael þar sem sigurliðið tryggir sér sæti í úrslitaleik um sæti á EM í sumar.

„Við spiluðum við þá 2022, tvo leiki í Þjóðadeildinni. Við vitum að þeir eru agressífir, gæti bæði orðið opinn leikur og lokaður. Báðir leikirnir fóru 2-2 þannig þetta gæti boðið upp á einhverja markasúpu, en við þurfum að vera á tánum og fá sem fæst mörk á okkur."

Arnór er leikmaður Norrköping í Svíþjóð og deildin þar fer af stað á næstu vikum. Arnór hefur horft meira í landsliðið heldur en byrjunina á deildinni á sínu undirbúningstímabili.

„Þetta verkefni hefur verið það eina, alveg 100%. Ég lét vita af því að ég þyrfti að vera klár fyrir þetta verkefni. Við (Norrköping) erum búnir að fá leiki, en ég fæ rautt spjald í fyrsta leik sem gerði þetta aðeins erfiðara. Ég talaði við fólkið í kringum mig að landsliðsverkefnið væri það sem það þyrfti að koma mér í gang fyrir og mér finnst þeir hafa gert mjög vel. Mér líður mjög vel, bæði líkamlega og andlega - ég er í toppstandi."

Tveggja leikja bann í sænska bikarnum
Arnór fór í tveggja leikja bann í bikarnum fyrir að hafa fengið rautt spjald. Bannið kom honum á óvart.

„Mjög svo, þetta var fyrir ekki neitt. Við sendum kvörtun til baka en fengum engin svör og niðurstaðan tveir leikir. Ég er dreginn niður í skyndisókn, andstæðingurinn leggst ofan á mig og er að ýta mér niður með höndunum. Ég hendi honum yfir mig og labba í burtu. Dómarinn segir mér að bíða og gefur mér rautt spjald. Meira veit ég ekki."

Mikilvægt að ná stjórninni sem fyrst
Við hvernig leik býstu?

„Ég býst við opnum leik, það sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur er að ná stjórninni sem fyrst og fá þetta undir okkur tempó og okkar leikstíl."

Arnór er með umbúðir á hægri hendinni en það er ekkert alvarlegt. „Það varð smá óhapp, en ég er góður."

Í viðtalinu, sem sjá má í spilaranum efst, ræðir Arnór nánar um Norrköping og sig sjálfan.
Athugasemdir