Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
   mið 20. mars 2024 15:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Rautt spjald gerði Arnóri Ingva erfiðara fyrir - „Hendi honum yfir mig og labba í burtu"
,,Þetta verkefni hefur verið það eina, alveg 100%"
Icelandair
'Ég lét vita af því að ég þyrfti að vera klár fyrir þetta verkefni'
'Ég lét vita af því að ég þyrfti að vera klár fyrir þetta verkefni'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég er dreginn niður í skyndisókn, andstæðingurinn leggst ofan á mig og er að ýta mér niður með höndunum.'
'Ég er dreginn niður í skyndisókn, andstæðingurinn leggst ofan á mig og er að ýta mér niður með höndunum.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn leggst mjög vel í mig, er spenntur og get ekki beðið eftir því að fara út á völl á morgun. Það er ekki neitt stress, get ekki beðið eftir því að fara út á völl og vinna," sagði Arnór Ingvi Traustason við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

Framundan er leikurinn gegn Ísrael þar sem sigurliðið tryggir sér sæti í úrslitaleik um sæti á EM í sumar.

„Við spiluðum við þá 2022, tvo leiki í Þjóðadeildinni. Við vitum að þeir eru agressífir, gæti bæði orðið opinn leikur og lokaður. Báðir leikirnir fóru 2-2 þannig þetta gæti boðið upp á einhverja markasúpu, en við þurfum að vera á tánum og fá sem fæst mörk á okkur."

Arnór er leikmaður Norrköping í Svíþjóð og deildin þar fer af stað á næstu vikum. Arnór hefur horft meira í landsliðið heldur en byrjunina á deildinni á sínu undirbúningstímabili.

„Þetta verkefni hefur verið það eina, alveg 100%. Ég lét vita af því að ég þyrfti að vera klár fyrir þetta verkefni. Við (Norrköping) erum búnir að fá leiki, en ég fæ rautt spjald í fyrsta leik sem gerði þetta aðeins erfiðara. Ég talaði við fólkið í kringum mig að landsliðsverkefnið væri það sem það þyrfti að koma mér í gang fyrir og mér finnst þeir hafa gert mjög vel. Mér líður mjög vel, bæði líkamlega og andlega - ég er í toppstandi."

Tveggja leikja bann í sænska bikarnum
Arnór fór í tveggja leikja bann í bikarnum fyrir að hafa fengið rautt spjald. Bannið kom honum á óvart.

„Mjög svo, þetta var fyrir ekki neitt. Við sendum kvörtun til baka en fengum engin svör og niðurstaðan tveir leikir. Ég er dreginn niður í skyndisókn, andstæðingurinn leggst ofan á mig og er að ýta mér niður með höndunum. Ég hendi honum yfir mig og labba í burtu. Dómarinn segir mér að bíða og gefur mér rautt spjald. Meira veit ég ekki."

Mikilvægt að ná stjórninni sem fyrst
Við hvernig leik býstu?

„Ég býst við opnum leik, það sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur er að ná stjórninni sem fyrst og fá þetta undir okkur tempó og okkar leikstíl."

Arnór er með umbúðir á hægri hendinni en það er ekkert alvarlegt. „Það varð smá óhapp, en ég er góður."

Í viðtalinu, sem sjá má í spilaranum efst, ræðir Arnór nánar um Norrköping og sig sjálfan.
Athugasemdir
banner
banner