Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mið 20. mars 2024 15:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Rautt spjald gerði Arnóri Ingva erfiðara fyrir - „Hendi honum yfir mig og labba í burtu"
,,Þetta verkefni hefur verið það eina, alveg 100%"
Icelandair
'Ég lét vita af því að ég þyrfti að vera klár fyrir þetta verkefni'
'Ég lét vita af því að ég þyrfti að vera klár fyrir þetta verkefni'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég er dreginn niður í skyndisókn, andstæðingurinn leggst ofan á mig og er að ýta mér niður með höndunum.'
'Ég er dreginn niður í skyndisókn, andstæðingurinn leggst ofan á mig og er að ýta mér niður með höndunum.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn leggst mjög vel í mig, er spenntur og get ekki beðið eftir því að fara út á völl á morgun. Það er ekki neitt stress, get ekki beðið eftir því að fara út á völl og vinna," sagði Arnór Ingvi Traustason við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

Framundan er leikurinn gegn Ísrael þar sem sigurliðið tryggir sér sæti í úrslitaleik um sæti á EM í sumar.

„Við spiluðum við þá 2022, tvo leiki í Þjóðadeildinni. Við vitum að þeir eru agressífir, gæti bæði orðið opinn leikur og lokaður. Báðir leikirnir fóru 2-2 þannig þetta gæti boðið upp á einhverja markasúpu, en við þurfum að vera á tánum og fá sem fæst mörk á okkur."

Arnór er leikmaður Norrköping í Svíþjóð og deildin þar fer af stað á næstu vikum. Arnór hefur horft meira í landsliðið heldur en byrjunina á deildinni á sínu undirbúningstímabili.

„Þetta verkefni hefur verið það eina, alveg 100%. Ég lét vita af því að ég þyrfti að vera klár fyrir þetta verkefni. Við (Norrköping) erum búnir að fá leiki, en ég fæ rautt spjald í fyrsta leik sem gerði þetta aðeins erfiðara. Ég talaði við fólkið í kringum mig að landsliðsverkefnið væri það sem það þyrfti að koma mér í gang fyrir og mér finnst þeir hafa gert mjög vel. Mér líður mjög vel, bæði líkamlega og andlega - ég er í toppstandi."

Tveggja leikja bann í sænska bikarnum
Arnór fór í tveggja leikja bann í bikarnum fyrir að hafa fengið rautt spjald. Bannið kom honum á óvart.

„Mjög svo, þetta var fyrir ekki neitt. Við sendum kvörtun til baka en fengum engin svör og niðurstaðan tveir leikir. Ég er dreginn niður í skyndisókn, andstæðingurinn leggst ofan á mig og er að ýta mér niður með höndunum. Ég hendi honum yfir mig og labba í burtu. Dómarinn segir mér að bíða og gefur mér rautt spjald. Meira veit ég ekki."

Mikilvægt að ná stjórninni sem fyrst
Við hvernig leik býstu?

„Ég býst við opnum leik, það sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur er að ná stjórninni sem fyrst og fá þetta undir okkur tempó og okkar leikstíl."

Arnór er með umbúðir á hægri hendinni en það er ekkert alvarlegt. „Það varð smá óhapp, en ég er góður."

Í viðtalinu, sem sjá má í spilaranum efst, ræðir Arnór nánar um Norrköping og sig sjálfan.
Athugasemdir