Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mið 21. apríl 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Halldór Þórðarson (Víkingur R.)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr blótaði
Alex Freyr blótaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stalli er toppstrákur bæði innan sem utan vallar
Stalli er toppstrákur bæði innan sem utan vallar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir er góður
Birnir er góður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald og Kristian Nökkvi koma við sögu
Ágúst Eðvald og Kristian Nökkvi koma við sögu
Mynd: ÁEH
Diddi myndi redda pikköppi
Diddi myndi redda pikköppi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Jón Sigurður, maðurinn með mörgu nöfnin, er uppalinn hjá Fram og lék með Hetti og Aftureldingu áður en hann gekk í raðir Víkings. Hann hefur þaðan verið lánaður til ÍR og Gróttu. Með Víkingi hefur hann leikið fimmtán leiki í efstu deild, þar af þrettán í fyrra.

Halldór getur bæði leikið sem bakvörður og kantmaður. Í vetur lenti hann í slæmu samstuði í Lengjubikarnum en hefur náð sér að fullu og er klár í slaginn í sumar. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Gælunafn: Já þau eru nokkur en Dóri er algengast, 2-3 í liðinu sem eru að vinna með Docco og það hefur fest smá

Aldur: 24

Hjúskaparstaða: Einmana

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti leikurinn kom 2015 með Fram á móti BÍ/Bolungarvík

Uppáhalds drykkur: COLLAB!!!

Uppáhalds matsölustaður: mmm örugglega bara Ginger eða Culiacan þeir eru góðir

Hvernig bíl áttu: Mazda 2

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: úff svo margir góðir það er örugglega einn af þessum-Peaky blinders, prison break, blue mountain state, futurama, south park

Uppáhalds tónlistarmaður: Herra Hnetusmjör og Eminem

Uppáhalds hlaðvarp: hlusta ekki mikið á hlaðvörp en það er mjög gaman að hlusta á Adam, Stalla og Ágúst rífast í cod.

Fyndnasti Íslendingurinn: Gillz er mjög fyndinn

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: jarðaber daim og kökudeig

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ertu a bil?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Liði sem Ásmundur Arnarson er að þjálfa

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Það var einhver sjúkur gæi í Lyngby 2015 en ég náði ekki númeraplötunni hans

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Arnar Gunnlaugsson og Haukur Hilmarsson eru bestu þjálfarar sem ég hef haft

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: það eru ekki margir sem fara í taugarnar á mér núna en það fóru allir í taugarnar á mer þegar ég var yngri

Sætasti sigurinn: Mér þótti mjög gaman að vinna Fram með ÍR árið 2018 af persónulegum ástæðum

Mestu vonbrigðin: Árið 2019 var frekar slappt hjá mér

Uppáhalds lið í enska: Man utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Birnir Snær Ingason er góður

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristian Nökkvi

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Allavega ekki Magnús Ingi Þórðarson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Magnús Ingi Þórðarson

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Það er gaman að horfa á Ronaldinho highlights á youtube!

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Logi

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:
Það var í öðrum flokki með Fram, vorum að keppa á móti Stjörnunni. Þeir voru búnir að brjóta á mér nokkrum sinnum en dómarinn dæmdi ekki neitt. Ég var orðinn pirraður og öskraði eitthvað á hann og hann hótar að reka mig útaf ef ég héldi áfram að kvarta, stórfurðulegur dómari þannig ég trúði honum alveg.

Svona fimm mínutum seinna erum við í sókn og það er brotið á mér rétt fyrir utan teig hjá þeim, ekkert dæmt og þeir bruna upp í skyndisókn. Öskrar ekki Alex Freyr (sem var fyrir aftan mig) eitthvað sóðalegasta blótsyrði sem ég hef heyrt í áttina að dómaranum sem tekur sneggstu U-beygju sem ég hef séð, hleypur upp að mér og gefur mér rautt spjald.

Það reyndu allir að segja honum að þetta var ekki ég, þjálfarar, leikmenn og áhorfendur en hann vildi ekkert rétt heyra og double downaði í skýrslunni eftir leik og setti mig í bann.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei en ef ég horfi á 300 daginn fyrir leik gengur mér yfirleitt vel. Veit ekki af hverju

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Er eitthvað að þykjast horfa á formúluna

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Handónýtum mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði er ekkert eðlilega leiðinleg

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég þurfti að halda ræðu í útskriftarveislunni minni fyrir framan fullt af fólki sem ég þekkti voðalega lítið. Mjög óþægilegt. En fleiri gestir fleiri gjafir - það var worth it.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju:
Ég myndi taka Stalla með mér því hann fær alltaf far hjá mér út um allt. Ég myndi líka taka Didda með því hann gæti bara hringt í TVG-zimsen(alhliða flutningaþjónusta) og reddað pikköppi og síðan myndi ég taka Magnús Inga með mér bara til að skilja hann eftir.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Stalli. Þegar hann mætti fyrst á æfingar hélt ég að þetta væri þvílíkur hrokagikkur með aflitað hár og töffarastæla. Ég ætlaði aldrei að tala við hann. Síðan kom bara ljós að hann er topp strákur!!! Innan sem utan vallar!

Hverju laugstu síðast: Örugglega að Stalla að ég hafi ekki séð hann hringja

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: vera klobbaður

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Held ég myndi bara fara aftur í tíman og spyrja foreldra mína hvort að fjögur börn séu ekki nóg, þurfa ekkert að eignast fimmta


Magnús Ingi, mingus
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner