Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mið 21. apríl 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Marcel Brands framlengir við Everton
Everton hefur gert nýjan þriggja ára samning við Marcel Brands sem er yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Brands kom til Everton í júní 2018 í nýja starfið og hefur einnig verið hluti af stjórn félagsins síðan í janúar 2019.

Mikil ánægja hefur verið með störf Brands en hann hefur gert góða hluti á leikmannamarkaðinum.

Fyrrum íslenski landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson starfar náið með Brands en hann er yfirnjósnari félagsins í Evrópu.
Athugasemdir