Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   mán 21. apríl 2025 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Burnley og Leeds í úrvalsdeildina (Staðfest)
Brownhill hefur spilað yfir 200 leiki á fimm og hálfu ári hjá Burnley.
Brownhill hefur spilað yfir 200 leiki á fimm og hálfu ári hjá Burnley.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Burnley 2 - 1 Sheffield United
1-0 Josh Brownhill ('28)
1-1 Thomas Cannon ('37)
2-1 Josh Brownhill ('44, víti)

Burnley tók á móti Sheffield United í lokaleik 44. umferðar tímabilsins í ensku Championship deildinni og úr varð hörkuslagur í toppbaráttunni.

Burnley gat tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni með sigri í dag og var það fyrirliðinn sjálfur Josh Brownhill sem sá um það verkefni.

Brownhill skoraði fyrsta mark leiksins á 28. mínútu áður en Tom Cannon jafnaði, en Brownhill skoraði aftur skömmu fyrir leikhlé með marki af vítapunktinum.

Síðari hálfleikurinn var steindauður þar sem Burnley gerði mjög vel að drepa leikinn niður svo lokatölur urðu 2-1.

Burnley og Leeds United eru því bæði örugg með sæti í ensku úrvalsdeildinni þar sem þau eru komin með 94 stig, átta stigum meira heldur en Sheffield þegar tvær umferðir eru eftir. Sheffield fer í umspilið ásamt Sunderland.

Bristol City og Coventry eru líklegust til að komast með í umspilið en Middlesbrough, Millwall og Blackburn Rovers eru einnig í harðri baráttu um síðustu lausu sætin.

Burnley fer því beint aftur upp í efstu deild eftir fall í fyrra á meðan Leeds er að snúa aftur í úrvalsdeildina eftir tveggja ára fjarveru.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 22 14 6 2 53 23 +30 48
2 Middlesbrough 22 12 6 4 33 24 +9 42
3 Ipswich Town 22 10 7 5 38 23 +15 37
4 Hull City 22 11 4 7 37 35 +2 37
5 Preston NE 22 9 9 4 30 23 +7 36
6 Millwall 22 10 5 7 25 31 -6 35
7 QPR 22 10 4 8 32 34 -2 34
8 Stoke City 22 10 3 9 28 21 +7 33
9 Bristol City 22 9 6 7 30 24 +6 33
10 Watford 22 8 8 6 31 28 +3 32
11 Southampton 22 8 7 7 36 31 +5 31
12 Derby County 22 8 7 7 31 30 +1 31
13 Leicester 22 8 7 7 31 31 0 31
14 Birmingham 22 8 5 9 30 29 +1 29
15 Wrexham 22 6 10 6 27 27 0 28
16 West Brom 22 8 4 10 25 29 -4 28
17 Charlton Athletic 21 7 6 8 21 26 -5 27
18 Sheffield Utd 22 8 2 12 28 31 -3 26
19 Swansea 22 7 5 10 24 30 -6 26
20 Blackburn 21 7 4 10 22 26 -4 25
21 Portsmouth 21 5 6 10 18 28 -10 21
22 Oxford United 22 4 7 11 22 31 -9 19
23 Norwich 22 4 6 12 25 35 -10 18
24 Sheff Wed 21 1 6 14 16 43 -27 -9
Athugasemdir
banner