Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. maí 2020 11:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rifja upp þegar Kjartan Henry gerði Bröndby-menn brjálaða
Kjartan í leik með Horsens.
Kjartan í leik með Horsens.
Mynd: Getty Images
Rúm tvö ár eru liðin síðan sóknarmaðurinn Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvennu í 2-2 jafntefli Horsens gegn Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni.

Horsens var 2-0 undir þegar Kjartan kom inn á er fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Kjartan skoraði tvisvar á síðustu mínútunum og jafnaði leikinn fyrir Horsens. Hreint út sagt magnað hjá íslenska sóknarmanninum sem gerði blóðheita stuðningsmenn Bröndby brjálaða með innkomu sinni.

Þessi mörk settu stórt strik í reikninginn hjá Bröndby sem var í baráttunni um meistaratitilinn. Bröndby hefði farið á toppinn fyrir lokaumferðina með sigri gegn Horsens, en var í þess stað í öðru sæti og lenti að lokum í því sæti á eftir Midtjylland sem varð meistari.

Eftir leik Horsens og Bröndby urðu slagsmál hjá áhorfendum inn á vellinum og var heimili Kjartans vaktaði af lögreglu vegna ógnarinnar sem stafaði af stuðningsmönnum Bröndby.

TV3 rifjaði upp þessa mögnuðu innkomu Kjartans fyrr í þessari viku. „Bröndby var 2-0 yfir, en svo breytti ákveðinn íslenskur sóknarmaður að nafni Kjartan Henry Finnbogason sögunni."

Kjartan leikur í dag með Vejle í dönsku B-deildinni, en hann hefur átt mjög gott tímabil þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner