Marcus Rashford verður ekki í enska landsliðshópnum sem fer á EM í Þýskalandi í næsta mánuði.
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, ákvað að velja Rashford ekki í hópinn. Það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu.
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, ákvað að velja Rashford ekki í hópinn. Það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu.
Rashford er 26 ára sóknarmaður sem hefur skorað níu mörk í 49 leikjum fyrir Manchester United og enska landsliðið á þessu tímabili. Hann skoraði sjö mörk og lagði upp tvö í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur, kom að marki á 253 mínútna fresti.
Hann á að baki 60 landsleiki og í þeim hefur hann skorað 17 mörk. Hann hefur verið í öllum landsliðshópum frá því nóvember 2022 ef frá er talið einn gluggi þar sem hann glímdi við meiðsli. Hann kom við sögu í öllum landsleikjum Englands í vetur fyrir utan þann síðasta sem var vináttuleikur gegn Belgum í mars.
Rashford á einn leik eftir á tímabilinu. Man Utd mætir Man City í bikarúrslitaleik um næstu helgi. Hann hefur ekki skorað í síðustu átta leikjum sínum með United. Á síðasta tímabili skoraði hann 34 mörk í 63 leikjum með United.
Athugasemdir