Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   fös 21. júní 2024 20:43
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: HK á toppinn eftir endurkomu gegn ÍR
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
HK 4 - 1 ÍR
0-1 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('15)
1-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('35)
2-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('42)
3-1 Jana Sól Valdimarsdóttir ('69)
4-1 Ísabel Rós Ragnarsdóttir ('89)

HK tók á móti ÍR í fyrri leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna og tóku Breiðhyltingar forystuna í fyrri hálfleik, með marki frá Lovísu Guðrúnu Einarsdóttur.

Guðmunda Brynja Óladóttir svaraði með tvennu fyrir HK sem leiddi 2-1 í leikhlé.

Jana Sól Valdimarsdóttir tvöfaldaði forystu HK í síðari hálfleik, áður en Ísabel Rós Ragnarsdóttir innsiglaði sigurinn eftir að hafa komið inn af bekknum.

HK fer í toppsæti Lengjudeildarinnar með þessum sigri og er þar með 14 stig eftir 7 umferðir.

ÍR vermir áfram botnsætið með 3 stig.
Athugasemdir
banner
banner