Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. ágúst 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland á flesta knattspyrnumenn erlendis miðað við höfðatölu
Jón Guðni Fjóluson verður í beinni útsendingu í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.
Jón Guðni Fjóluson verður í beinni útsendingu í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Það vekur athygli að einn af hverjum 5500 Íslendingum er atvinnumaður í knattspyrnu í öðru landi.

Þegar miðað er við höfðatölu jafnast engin þjóð á við Ísland í þessari knattspyrnumannaframleiðslu. Svartfjallaland er í öðru sæti, Úrúgvæ í þriðja og svo fylgja Króatía, Serbía, Slóvenía og Bosnía.

Tölfræðin sem notast er við kemur frá CIES Football Observatory, sem sérhæfir sig í knattspyrnutengdri tölfræði.

Listinn var birtur á Twitter í maí og ljóst að nokkrir Íslendingar hafa flutt út síðan þá. Það er einnig ljóst að Íslendingar erlendis væru talsvert færri ef Pepsi Max-deildin væri stærri keppni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner