Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra: Mér skilst að þetta hafi verið ágætis negla
Icelandair
Sandra Sigurðardóttir.
Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands, mætti í viðtal á RÚV eftir 2-0 tap gegn Hollandi í undankeppni HM í kvöld.

„Ég er mjög svekkt að hafa tapað, en það er alveg margt jákvætt í okkar leik og við erum vaxandi lið. Við tökum það klárlega með okkur. En ég er svekkt, já," sagði Sandra.

Hún var spurð út í mörkin sem hún fékk á sig. Í fyrra markinu fékk Daniëlle van de Donk að snúa í teignum og skjóta að marki.

„Þetta er bara það sem gerist. Við þurfum að bæta þetta," sagði Sandra en seinna markið var skot lengst utan af velli. „Ég þarf að sjá það aðeins betur. Ég set þá kröfu á mig að ég verji svona skot, en mér skilst að þetta hafi verið ágætis negla. Ég þarf að skoða það."

Hvernig fannst henni leikur íslenska liðsins í dag? „Mér fannst við alveg gera vel í því sem við höfum verið að leggja upp með í undirbúningnum. Það vantaði herslumuninn. Við erum vissulega að spila á móti mjög sterkum leikmönnum, en við erum það góðar að við eigum að geta klárað færin okkar. Það hlýtur bara að koma í næstu leikjum."


Athugasemdir
banner
banner
banner