Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   fim 21. september 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin í dag - Liverpool byrjar í Austurríki
Liverpool heimsækir LASK Linz
Liverpool heimsækir LASK Linz
Mynd: Getty Images
Kristian Nökkvi verður í eldlínunni með Ajax
Kristian Nökkvi verður í eldlínunni með Ajax
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin og félagar mæta Villarreal
Hörður Björgvin og félagar mæta Villarreal
Mynd: EPA
Fyrsta umferð Evrópudeildarinnar fer fram í kvöld þar sem enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool byrjar vegferð sína í Austurríki.

West Ham mætir Backa Topola í A-riðli á meðan Brighton mætir AEK í B-riðlinum. Í sama riðli verður Kristian Nökkvi Hlynsson á ferðinni með Ajax gegn Marseille.

Liverpool, sem spilar í E-riðli, heimsækir LASK Linz í Austurríki á meðan Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Panathinaikos fá Villarreal í heimsókn í F-riðli.

Roma heimsækir þá Servette í G-riðlinum og Valgeir Lunddal Friðriksson og hans menn í Häcken fara í erfitt verkefni gegn Bayer Leverkusen í Þýskalandi í H-riðli

Leikir dagsins:

A-riðill
19:00 West Ham - Backa Topola
19:00 Olympiakos - Freiburg

B-riðill
19:00 Ajax - Marseille
19:00 Brighton - AEK

C-riðill
19:00 Sparta Praha - Aris Limassol
19:00 Rangers - Betis

D-riðill
19:00 Atalanta - Rakow
19:00 Sturm - Sporting

E-riðill
16:45 St. Gilloise - Toulouse
16:45 LASK Linz - Liverpool

F-riðill
16:45 Panathinaikos - Villarreal
16:45 Rennes - Maccabi Haifa

G-riðill
16:45 Servette - Slavia Prag
16:45 Sheriff - Roma

H-riðill
16:45 Leverkusen - Hacken
16:45 Qarabag - Molde
Athugasemdir
banner
banner
banner