Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 22. janúar 2025 00:12
Elvar Geir Magnússon
Síðasti naglinn í kistu Sahin?
Mynd: Getty Images
Nuri Sahin hefur verið stjóri Borussia Dortmund í sjö mánuði en það er hætta á að hann verði rekinn eftir tapið gegn Bologna í Meistaradeildinni.

Dortmund er í tíunda sæti þýsku Bundesligunnar, 20 stigum á eftir toppliði Bayern München og sjö stigum á eftir Stuttgart sem er í fjórða sæti.

Liðið fékk á sig tvö mörk á tveimur mínútum og tapaði gegn Bologna í Meistaradeildinni en þetta var fjórði tapleikur Dortmund í röð á árinu 2025.

Tapið þýðir að Dortmund er í þrttánda sæti Meistaradeildarinnar og þarf að ná í úrslit gegn Shaktar Donetsk í lokaumferðinni.

Tyrkinn Sahin lék yfir 250 leiki fyrir Dortmund á sínum tíma en honum gengur erfiðlega í stjórasætinu. Erik ten Hag, fyrrum stjóri Manchester United, hefur verið sterklega orðaður við Dortmund og gæti tekið við ef Sahin verður rekinn.
Athugasemdir
banner
banner