Ungverjinn Dominik Szoboszlai skoraði glæsilegt aukaspyrnumark í 3-0 sigri Liverpool á Marseille í Meistaradeildinni í gær en hann segist hafa unnið heimavinnuna sína fyrir leikinn.
Szoboszlai er með magnaðan skotfót og er einn af þeim fyrstu að boltanum þegar Liverpool sækir aukaspyrnur.
Hann og Mohamed Salah töluðu saman sín á milli áður en hann tók spyrnuna og tók Ungverjinn eftir einu áhugaverðu sem varð til þess að hann skoraði.
„Ég vann heimavinnuna mína og mér var sagt að ef enginn leggst fyrir aftan varnarvegginn þá geti ég skotið undir vegginn. Ég ákvað að reyna og það heppnaðist,“ sagði Szoboszlai.
Þetta er hans langbesta tímabil með Liverpool síðan hann kom frá RB Leipzig árið 2023. Hann hefur komið að tólf mörkum í þrjátíu leikmenn og er einn af fyrstu mönnum á blaði hjá Arne Slot í byrjunarliðinu.
Athugasemdir




