Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 22. janúar 2026 10:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: BBC 
Svakalegt leikjaálag sé farið að bíta Haaland
Haaland á leið í rútuna eftir tapið í Noregi í vikunni.
Haaland á leið í rútuna eftir tapið í Noregi í vikunni.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
„Það er bilun í vélmenninu og þarf að endurræsa það," skrifar íþróttafréttamaðurinn Shamoon Hafez í grein á vefsíðu BBC þar sem hann fjallar um álagið á norska markahróknum Erling Haaland hjá Manchester City.

Hinn ótrúlegi Haaland hefur skorað 39 mörk í 36 leikjum fyrir land og lið á þessu tímabili en er aðeins með eitt mark í síðustu átta leikjum. Það hefur mikil áhrif á City sem hefur gefið eftir í titilbaráttunni á Englandi og tapaði gegn Bodö/Glimt í Meistaradeildinni í þessari viku.

„Ég geri mitt besta þegar ég er inni á vellinum, og það er ansi oft því við spilum fáránlega mikinn fjölda leikja," sagði Haaland eftir tapið í Noregi.

Haaland hefur spilað 31 leik (2.568 mínútur) með City á þessu tímabili og er í tólfta sæti yfir alla úrvalsdeildarleikmenn á Englandi þegar kemur að spiltíma. Þegar aðeins eru skoðaðir sóknarmenn í stærstu deildum Evrópu er Haaland í öðru sæti. Bara Jean-Philippe Mateta hjá Crystal Palace er með fleiri mínútur.

Með öllum keppnum sem City er í, auk tveggja vináttulandsleikja Noregs í mars, er mögulegt að Haaland leiki 33 leiki til viðbótar, alls 69 leiki á tímabilinu, áður en hann heldur með norska landsliðinu á HM 2026.

Það er ekki bara í markaskorun heldur einnig í allri annarri sóknartölfræði sem Haaland hefur dalað síðustu vikur.

„Haaland hefur axlað ábyrgð í viðtölum en kannski ætti Pep Guardiola einnig að íhuga hvort hann hafi þurft að spila Haaland svona mikið. Það var áhugavert að hann hafi til dæmis spilað heilan hálfleik í 10-1 sigri gegn Exeter í bikarnum. Táningurinn Divine Mukasa hefði getað fengið að byrja þann leik," segir íþróttafréttamaðurinn Hafez.

Chris Sutton, fyrrum sóknarmaður í ensku úrvalsdeildinni, hefur þó ekki áhyggjur af Haaland.

„Hann er sóknarmaður sem hefur alltaf skorað. Hann mun komast á skrið aftur. Sá sem vill afskrifa hann verður að gera það á eigin ábyrgð," segir Sutton.
Athugasemdir
banner