Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. febrúar 2021 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Filipe Luis: Hazard spilaði Mario Kart fyrir leiki
Eden Hazard
Eden Hazard
Mynd: Getty Images
Brasilíski vinstri bakvörðurinn Filipe Luis segir að Eden Hazard sé með ótrúlega hæfileika og hafi alla burði til að verða besti knattspyrnumaður heims en skorti þó metnað til þess.

Luis og Hazard voru liðsfélagar hjá Chelsea tímabilið 2014-2015 en liðið vann ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn það árið.

Luis átti frábæran feril með Atlético Madríd á Spáni og nú Flamengo í Brasilíu en hann gagnrýnir Hazard og segir að belgíski leikmaðurinn hafi engan metnað til þess að ná lengra.

Real Madrid keypti Hazard frá Chelsea árið 2019 en hann hefur þó ekki fundið sig hjá Madrídingum og hefur átt í erfiðleikum með að halda sér í formi.

„Eden og Neymar eru bestu leikmenn sem ég hef spilað með og eru í sama gæðaflokki og Messi. Eden æfði ekki vel og spilaði Mario Kart í búningsklefanum fimm mínútum fyrir leikina," sagði Luis við Daily Mail.

„Hann reimaði ekki skóna í upphitun. Það gat enginn tekið boltann af honum og hann fór kannski framhjá þrem eða fjórum leikmönnum og vann leiki upp á eigin spýtur."

„Hazard er með svo mikla hæfileika en það vantar kannski upp á metnaðinn hjá honum að ætla sér að verða besti knattspyrnumaður í heimi því hann gæti það svo sannarlega,"
sagði Luis ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner