Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. mars 2020 10:45
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: RÚV 
Þór æfði með breyttu sniði
Mynd: thorsport
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Í íþróttafréttum RÚV í gærkvöldi var sýnt frá æfingu Þórs á Akureyri sem fór fram síðasta miðvikudag, áður en æfingabann var sett á.

Nú er búið að hætta öllum æfingum en æfing Þórsara á miðvikudaginn var engu að síðu afar áhugaverð, þar sem leikmenn héldu sig tvo metra hver frá öðrum til að forðast veirusmit.

„Þeir koma hingað klæddir, þeir spritta sig og klæða sig í vettlinga og við erum búnir að spritta alla bolta," sagði Páll Viðar Gíslason í samtali við RÚV.

„Þeir mega ekki fara í sturtu heldur fara þeir beint heim til sín þegar þeir eru búnir. Sama á við um lyftingarsalinn okkar uppi, sprittað er öll áhöld og hendur og allt fyrir æfingu og það eru aldrei meira en fjórir inni í einu.

„Við reynum að fara jákvæðir í þetta og tækla þetta eins og menn, það er ekkert annað í boði. Ef við höndlum þetta ekki þá er ekki líklegt að við höndlum mikið mótlæti í fótboltanum sjálfum."


Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs, tjáði sig einnig. Hann er ánægður með að félagið hafi ákveðið að fara þessa leið og leyfa leikmönnum að halda æfingum áfram.

„Þetta er bara verkefni eins og annað. Það er gaman að það sé fundið lausnir á hlutunum þó þetta sé með mjög óhefðbundnu sniði sem við erum að gera. Það er gaman að hitta drengina og komast í boltann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner