Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 22. mars 2024 16:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Rýnt í 28 manna hóp Úkraínu - Mjög stór nöfn og skotmark stórliða
Icelandair
Sudakov er metinn á 100 milljónir punda. Hann var orðaður við Arsenal, Chelsea og Man Utd á dögunum.
Sudakov er metinn á 100 milljónir punda. Hann var orðaður við Arsenal, Chelsea og Man Utd á dögunum.
Mynd: Getty Images
Fyrirliðinn Zinchenko.
Fyrirliðinn Zinchenko.
Mynd: Getty Images
Dovbyk hefur verið öflugur með Girona á tímabilinu. Skorað 14 mörk, tveimur minna en Jude Bellingham sem er markahæstur í deildinni.
Dovbyk hefur verið öflugur með Girona á tímabilinu. Skorað 14 mörk, tveimur minna en Jude Bellingham sem er markahæstur í deildinni.
Mynd: EPA
Mudryk hefur aðeins verið að koma til hjá Chelsea.
Mudryk hefur aðeins verið að koma til hjá Chelsea.
Mynd: EPA
Lunin ver mark Real Madrid
Lunin ver mark Real Madrid
Mynd: EPA
Ísland mætir á þriðjudag Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Úkraína lagði Bosníu í gær með endurkomusigri og íslenska vann 1-4 gegn Ísrael.

Leikurinn á þriðjudag fer fram á heimavelli Slask Wroclaw sem spilar í pólsku úrvalsdeildinni.

Eftir að upprunalegi hópurinn hjá Úkraínu fyrir þetta landsliðsverkefni var tilkynntur ákvað Sergey Rebrov, þjálfari liðsins, að bæta við þeim Oleksandr Tymchyk og Oleksii Hutsulyak inn í hópinn svo alls eru 28 leikmenn í úkraínska æfingahópnum.

Fimm voru því utan hóps þegar liðið mætti Bosníu í gær.

Í hópnum eru sextán leikmenn sem spila í úkraínsku deildinni, fjórir úr ensku úrvalsdeildinni, fjórir úr La Liga á Spáni og svo fjórir sem spila annars staðar í Evrópu.

Stærstu stjörnurnar í hópnum eru þeir Mkhailo Mudryk sem spilar með Chelea og Oleksandr Zinchenko sem spilar með Arsenal. Þá er Andriy Lunin aðalmarkvörður Real Madrid sem stendur á meðan Thibaut Courtois jafnar sig á meiðslum.

Framherjinn Artem Dovbyk hefur skorað fjórtán mörk í La Liga með Girona á tímabilinu og Georgy Sudakov sem er 21 árs og spilar með Shakhtar hefur verið orðaður risalið í Evrópu. Zinchenko var fyrirliði gegn Bosníu.

Reynsluboltarnir Andriy Yarmolenko, Taras Stepanenko og Yevhen Konoplyanka eru ekki í hópnum en þeir eiga samanlagt tæplega 300 landsleiki.

Spila í heimalandinu (16):
Georgiy Bushchan (Dynamo Kyiv)
Oleksandr Karavaev (Dynamo Kyiv) (utan hóps gegn Bosníu)
Denys Popov (Dynamo Kyiv) (utan hóps gegn Bosníu)
Mykola Shaparenko (Dynamo Kyiv)
Volodymyr Brazhko (Dynamo Kyiv)
Vladyslav Vanat (Dynamo Kyiv)
Oleksandr Tymchyk (Dynamo Kyiv)

Mykola Matvienko (Shakhtar Donetsk)
Yukhym Konoplia (Shakhtar Donetsk)
Valery Bondar (Shakhtar Donetsk)
Oleksandr Zubkov (Shakhtar Donetsk)
Georgy Sudakov (Shakhtar Donetsk)
Danylo Sikan (Shakhtar Donetsk) (utan hóps gegn Bosníu)

Oleksandr Pikhalyonok (SC Dnipro-1 Dnipro) (utan hóps gegn Bosníu)
Oleksiy Gutsulyak (SC Dnipro-1)
Bohdan Mykhailichenko (Polyssia Zhytomyr)

Spila í ensku úrvalsdeildinni (4):
Vitaly Mykolenko (Everton)
Ilya Zabarny (Bournemouth)
Oleksandr Zinchenko (Arsenal)
Mykhailo Mudryk (Chelsea)

Spila í spænsku La Liga (4):
Andriy Lunin (Real Madrid)
Viktor Tsygankov (Girona) (utan hóps gegn Bosníu, meiddur)
Artem Dovbyk (Girona)
Roman Yaremchuk (Valencia)

Spila annars staðar í Evrópu (4):
Anatoliy Trubin (Benfica) (Portúgal)
Maksym Taloverov (LASK Linz) (Austurríki)
Serhii Sydorchuk (Westerlo) (Belgía)
Ruslan Malinovskyi (Genoa) (Ítalía)
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner