Svíþjóð tapaði æfingaleik gegn Lúxemborg
Fyrstu leikjum dagsins er lokið í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM. Noregur vann þar stórsigur á útivelli gegn Moldóvu er liðin mættust í fyrstu umferð.
Leikmenn Norðmanna skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín og var staðan orðin 0-4 í hálfleik.
Julian Ryerson leikmaður Borussia Dortmund gerði fyrsta mark leiksins og tvöfaldaði Erling Braut Haaland svo forystuna áður en Thelo Aasgaard leikmaður Luton skoraði þriðja markið og Alexander Sörloth framherji Atlético Madrid setti fjórða.
Aron Donnum gerði fimmta og síðasta mark leiksins í síðari hálfleik eftir stoðsendingu frá Ryerson. Andreas Schjelderup og Martin Ödegaard áttu einnig stoðsendingar í sigrinum.
Svartfjallaland sigraði þá gegn Gíbraltar eftir að hafa lent óvænt undir í fyrri hálfleik. Hinn 35 ára gamli Stevan Jovetic gerði jöfnunarmark Svartfellinga um miðbik fyrri hálfleiks og hélst staðan 1-1 allt þar til á 70. mínútu, þegar Marko Tuci og Adam Marusic skoruðu sitthvort markið.
Lokatölur 3-1 þrátt fyrir erfiða byrjun, en Norður-Makedónía sigraði einnig sinn leik gegn smáþjóð Liechtenstein.
Sænska landsliðið spilaði þá æfingaleik við Lúxemborg og tapaði óvænt 1-0. Alexander Isak og Anthony Elanga leiddu sóknarlínuna en tókst ekki að skora.
Moldóva 0 - 5 Noregur
0-1 Julian Ryerson ('5)
0-2 Erling Haaland ('23)
0-3 Thelo Aasgaard ('38)
0-4 Alexander Sorloth ('43)
0-5 Aron Donnum ('69)
Svartfjallaland 3 - 1 Gíbraltar
0-1 Dan Bent ('13 )
1-1 Stevan Jovetic ('22 )
2-1 Marko Tuci ('70 )
3-1 Adam Marusic ('73 )
Liechtenstein 0 - 3 Norður-Makedónía
0-1 Aleksandar Trajkovski ('7 )
0-2 Visar Musliu ('42 )
0-3 Bojan Miovski ('84 )
Lúxemborg 1 - 0 Svíþjóð
1-0 Seid Korac ('23)
Athugasemdir