Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 22. júlí 2022 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Greiða Schalke 70 milljónir fyrir Guðlaug Victor
Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríska félagið D.C. United mun greiða Schalke 70 milljónir íslenskra króna fyrir Guðlaug Victor Pálsson. Þetta segir Patrick Berger hjá þýska miðlinum Sport1.

Eins og Fótbolti.net greindi frá fyrr í dag þá er Guðlaugur Victor á leið til D.C. United, en hann mun skrifa undir langtímasamning við félagið á næstu dögum.

Sjá einnig:
Rooney að fá Guðlaug Victor frá Schalke

Bandaríska félagið sýndi honum fyrst áhuga fyrir nokkrum vikum og náðist samkomulag um íslenska miðjumanninn á síðasta sólarhringnum.

Sport1 greinir frá því að D.C. United greiðir Schalke 500 þúsund pund eða 70 milljónir íslenskra króna fyrir Guðlaug.

Þessi 31 árs gamli leikmaður á aðeins ár eftir af samningi sínum hjá Schalke en hann kom til félagsins frá Darmstadt á síðasta ári og hjálpaði liðinu að komast aftur upp í efstu deild.

Guðlaugur Victor hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í október en hann hefur nýtt þann tíma í að vera nær syni sínum sem býr í Kanada og spilaði það stóra rullu þegar tilboðið frá bandaríska félagiinu kom upp á borð.

Hann mun nú spila undir stjórn Wayne Rooney, markahæsta leikmanns enska landsliðsins frá upphafi, en Rooney tók við keflinu á dögunum eftir að hafa stýrt Derby County í ensku B-deildinni. Guðlaugur verður annar leikmaðurinn sem Rooney fær á eftir Ravel Morrison, sem kom einmitt frá Derby.
Athugasemdir
banner
banner