Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 22. júlí 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjálfari TNS hrósaði Kristal: Einn besti leikmaður sem við höfum mætt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Anthony Limbrick, þjálfari TNS sátu fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik liðanna í Sambandsdeildinni í gær.

Limbrick heillaðist mikið af Kristal Mána og hrósaði honum í hástert.

„Hann er einn besti leikmaður sem við höfum mætt í Evrópu. Frábærar hreyfingar, ákvarðanartökurnar hans eru mjög góðar. Það var erfitt að eiga við hann í kvöld. Hann skoraði ekki nema í vítaspyrnum, við yrðum ánægður með að halda hreinu gegn honum," sagði Limbrick.

„Víkingur hefur augljóslega gert topp leikmann úr honum."

Þetta var síðasti heimaleikur Kristals en hann er á leið til Rosenborg í Noregi um mánaðarmótin. Hann gæti spilað síðari leikinn gegn TNS ytra á þriðjudaginn og bikarleik um verslunnarmannahelgina ef af því verður.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner